Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 15
Skýrsla stjórnar 13
hann hefði talið í upphafi. Þessi niðurstaða varð stjórnannönnum mikil vonbrigði. Það varð því
úr að seinni hluti árgjalds var innheimtur með gíróseðli, sem sendur var út í júlí.
Því miður sýndi reynslan að félagsgjöldin skila sér ekki nægilega vel ef þau eru innheimt
með þessum hætti, nema að beitt sé miklum eftirrekstri. Sú varð einnig raunin og setti það
fjárhagsstöðu félagsins og hússjóðs í afar tvísýna stöðu. I desembermánuði ákváðu því fram-
kvæmdastjórn og húsnefnd að hringja í alla félagsmenn sem skulduðu árgjöld eða hússjóðs-
gjöld og krefja þá um greiðslu. Hver stjórnar- eða húsnefndannaður tók að sér að hafa sam-
band við um 50 félagsmenn. Það verður að segjast eins og er að þetta verkefni er hið
óskemmtilegasta sem undirritaður hefur tekið að sér fyrir félagið og tæplega er hægt að gera
ráð fyrir að félagar sem gefa kost á sér í sjálfboðavinnu til að efla félagið taki slíkt að sér.
Enginn skoraðist þó undan. Það er líka rétt að benda á að það er slæmt að sjá af takmörkuðum
tíma til slíkra verkefna. Ég skora á félagsmenn að sýna í framtíðinni þann félagslega þroska að
greiða félagsgjöld sín og það tímanlega. Með því móti vinnst tvennt. Annars vegar öflugra
félagsstarf og hins vegar lægri félagsgjöld. Árangur þessara hringinga hefur orðið þokkalegur
innheimst hafa um 2.328.000 kr. frá því að hringingar hófust upp úr miðjum desember, það
veldur þó vonbrigðum að nokkrir félagsmenn hafa enn ekki staðið við það sem samið var um.
Nokkuð hefur verið rætt um nýjar leiðir til að afla félaginu tekna, en þær hafa þó ekki gefið
árangur enn seni komið er.
6.2 Verkfræðingahús:
Húsnefnd er samkvæmt lögum félagsins ætlað að annast rekstur Verkfræðingahúss og gæta
hússjóðsins. I húsnefndinni sátu á starfsárinu:
Vífill Oddsson, formaður Agnar Kofoed Hansen
Halldór Halldórsson.
Nefndin hefur haldið 8 bókaða fundi á starfsárinu, auk margra óbókaðra funda og funda með
framkvæmdastjórn. Hún lauk á árinu uppgjöri við verktaka hússins og uppgjöri við Lífeyris-
sjóð VFÍ. Vegna mjög erfiðrar fjárhagsstöðu félagsins
þurfti að hætta við breytingar sem fyrirhugaðar voru á
húsnæði félagsins og kynntar voru á aðalfundi félags-
>ns 1988. Meginverkefni nefndarinnar var fjármál
Verkfræðingahúss. Slæmar heimtur húsgjalda og van-
skil á skuldabréfi í eigu sjóðsins vegna sölunnar í
Brautarholtinu gerðu fjárhagstöðu hússjóðs mjög
erfiða jafnframt sem forsendur um afkomu hússjóðs
sem lagðar voru til grundvallar við skuldbreytingu
seint á árinu 1987 reyndust ekki nægilega traustar.
Seint á síðasta ári voru því fjármál hússins komin í
slæman hnút. Eins og fram kom hér að framan var í
'jósi þessarar stöðu og slæmrar fjárhagsstöðu félagsins
hringt í alla skulduga félagsmenn, og voru húsnefndar-
menn mjög drjúgir við hringingarnar.
Undanfarna mánuði hefur jafnframt mikil vinna farið
1 að semja um skuldbreytingar við helstu lánadrottna
hússins, m.a. með milligöngu LVFÍ. Aflað hefur verið
nýrra lána og hefur tekist að lengja endurgreiðslutíma
lána talsvert. Lánin eru þó öll til fremur skamms tíma
'engstu lánin eru nú til níu ára, en flest lánanna til um 5
a|a. Það er því Ijóst að enn um nokkurra ára skeið
Formaður VFI 1988-89, Jón Ingimars-
son.flytur ávarp við móttöku í Verkfrœð-
ingahúsinu fyrir nýútskrifaða verkfrœð-
inga í júní 1988.