Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 16
14 Árbók VFÍ 1988
verður fjárhagsstaða hússins mjög erfið og standi félagsmenn ekki í skilum með gjöld sín til
félagsins og hússjóðs stefnir á ný í óefni.
Eins og fram kom á aðalfundi 1988 barst félaginu óformleg fyrirspurn frá FRV snemma árs
1988 um hvort til greina kæmi að selja félaginu hluta af efstu hæð hússins. I september 1988
var fjallað um fjármál á fundi aðalstjórnar og var samþykkt að fela framkvæmdastjórn að
kanna möguleika á að koma byggingarrétti í verð og/eða sölu á 3. hæð Verkfræðingahúss og
þá til deilda félagsins eða Tæknifræðingafélags Islands. Með bréfi dags. 3. febrúar gerði fram-
kvæmdastjórn Félagi ráðgjafarverkfræðinga og Stéttarfélagi verkfræðinga tilboð um sölu á 3.
hæð. Tilboðið miðast við framreiknaðan byggingarkostnað hússins. SV hafnaði tilboðinu með
bréfi dags. 13. febrúar og FRV með bréfi dags. 6. mars. Framkvæmdastjórn hefur í framhaldi
af því sent Tæknifræðingafélaginu tilboðið til athugunar.
6.3 Menntunarmál - inntökuferli:
Menntamálanefnd fer með þessi mál fyrir hönd framkvæmdastjórnar. í nefndinni áttu sæti á
starfsárinu:
Jón Vilhjálmsson, formaður Árni Ragnarsson
Egill Skúli Ingibergsson Þorsteinn Helgason
Þórarinn K. Ólafsson
Nefndin hélt 12 fundi á starfsárinu. Helstu verkefni nefndarinnar auk þess að meta umsóknir
um inngöngu í félagið og um leyfi til að nota verkfræðingsnafnbótina voru:
Inntökuferli VFI. Sl. sumar lauk nefndin við að gera tillögu að reglum um mat á umsóknum
um inngöngu í VFÍ og leyfi til að kalla sig verkfræðing. Tillagan var samþykkt á aðalstjórnar-
fundi 18. júlí 1988. Samkomulag um reglumar náðist milli Verkfræðingafélagsins og Iðnaðar-
ráðuneytisins, en eins og kunnugt er veitir iðnaðarráðherra leyfi til að kalla sig verkfræðing, og
voru þær auglýstar sameiginlega í Lögbirtingarblaðinu og dagblöðum í lok júlí. Samkomu-
lagið er mjög þýðingarmikið fyrir verkfræðinga og verndun verkfræðingstitilsins. Það tryggir
að allir sem fá titilinn hafi lokið lágmarks námi, m.ö.o. er ekki lengur nægilegt að hafa lokið
prófi frá ákveðnum skólum eins og hingað til.
Með samkomulaginu við Iðnaðarráðuneytið tók félagið að sér að kynna námsmönnum í verk-
fræði reglurnar. Samkvæmt upplýsingum frá Lánasjóði ísl. námsmanna voru á vormisseri 1988
224 námsmenn skráðir í verkfræðinám erlendis. Af þeim höfðu 70 lokið prófi frá Háskóla
Islands. Þessar tölur eru athyglisverðar, annars vegar vegna þess að þær benda til að um þriðj-
ungur þeirra sem ljúka verkfræðiprófi sæki námið alfarið erlendis og hins vegar benda þessar
tölur til að mjög mikillar fjölgunar sé að vænta í stéttinni á næstu árum. Það er umhugsunarvert
þar sem um þessar mundir eru nokkuð þröngt á vinnumarkaði fyrir tæknimenntaða menn.
Skoðanakönnun. Sl. haust gekkst nefndin fyrir skoðanakönnun meðal félagsmanna VFI.
Megintilgangur könnunarinnar var að kanna áhuga félagsmanna á að sækja námskeið sem
kennd eru við Verkfræðideild. Um 15% svöruðu könnuninni.
9. maí 1988 bauð Verkfræðideild Háskóla íslands formanni, varaformanni, formanni mennta-
málanefndar og framkvæmdastjóra til fundar. Á fundinum var fjallað um úttekt á Verkfræði-
deild, samstarf aðila um endurmenntun og almenn samskipti Verkfræðideildar og Verkfræð-
ingafélagsins og hvernig þau mætti efla. Á fundinum var ákveðið að ráðast í skoðanakönnun
þá sem fjallað er um hér að framan. Eg tel brýnt að efla samstarf milli félagsins og Háskólans
og vil þakka Verkfræðideildinni fyrir boðið, sem ég vona að sé undanfari góðs samstarfs.
6.4 Kynningarmál:
Kynningamefnd er framkvæmdastjórninni til halds og trausts varðandi kynningu á málefnum
félagsins gagnvart almenningi, stjórnvöldum og fjölmiðlum. I nefndinni áttu sæti á starfsárinu: