Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 20
18 Árbók VFÍ 1988
námstefnan um „Siðfrœði og störf tœknimanna" sem Endurmenntunamefnd Háskólans hélt í
samvinnu við VFI og TFI var tengd árinu. Eg tel að Tækniárið hafi tekist vel á Islandi og að
markmið þess hafi verið uppfyllt.
9 Hagsmunafélög
Margir verkfræðingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg gengu í Stéttarfélagið sl. haust. Stéttar-
félagið hefur gengist fyrir kjarakönnun meðal félagsmanna og gefið út fréttabréf. Þá hefur
félagið m.a. beitt sér fyrir því að verkfræðingar eigi rétt á atvinnuleysisbótum til jafns við aðra
háskólamenn.
Lífeyrissjóðurinn hefur starfað með hefðbundnum hætti.
Starfsemi Félags ráðgjafarverkfræðinga hefur verið með hefðbundnum hætti á starfsárinu.
Félagið hélt myndarlega ráðstefnu, 10. mars 1989, undir heitinu: „Um eftirlit í byggingar-
iðnaði. “
10 Fagdeildir
Starfsemi BVFÍ og RVFÍ hefur verið blómleg á árinu, en nokkur lægð hefur verið í starfsemi
EVFÍ og starfsemi VVFÍ hefur legið niðri. Alls hafa deildirnar haldið 17 fundi, ýmist einareða
í samstarfi við önnur félög, um fjölbreytileg efni. NVFI hefur starfað með hefðbundnum hætti.
11 Listi yfir nefndir
(Um fastanefndir sjá katla um starfsemi VFI og stefnu 1988/89.)
Merkisnefnd:
Andrés Svanbjömsson, formaður Einar B. Pálsson
Sigmundur Guðbjarnason Unnsteinn Stefánsson, varamaður
Nefndin var skipuð 1. febrúar 1983 til 6 ára og hefur því lokið störfum. Það bíður næstu
stjórnar að skipa nýja nefnd.
Nefnd til að undirbúa ráðstefnu um hálendisvegi:
Eymundur Runólfsson Helgi Bjarnason
Jón Ingimarsson.
Auk þess störfuðu Trausti Valsson, skipulagsfræðingur og arkitekt og Kristinn O. Magnús-
son þáverandi framkvæmdastjóri VFI með nefndinni.
Nefndin hefur lokið störfum og var ráðstefnan haldin 6. maí 1988.
Nefnd til að undirbúa ráðstefnu undir heitinu „Tækni og umferðaröryggi:“
Gunnar Ingi Ragnarsson, form. Guðni Ingimarsson
ívar Þorsteinsson.
Auk þess starfaði Kristinn O. Magnússon, þáverandi framkvæmdastjóri VFI með nefndinni.
Nefndin hefur lokið störfum og var ráðstefnan haldin 7. október 1988.
A fundi framkvæmdastjórnar 9. janúar 1989 var: Guðmundi Þorbjörnssyni og Sæmundi
Þorsteinssyni, falið að gera frumdrög að dagskrá ráðstefnu um flugsamgöngur á Islandi.
Aformað að skipa fjölmennari nefnd sfðar.
Nefnd til að tilncfna fulltrúa íslands til Norrænna tæknivcrðlauna:
Valdimar K. Jónsson, formaður Björn Dagbjartsson,
Hörður Björnsson Jón Steingrímsson.
Nefndin var skipuð sameiginlega af Félagi ísl. iðnrekenda, Tæknifræðingafélagi Islands og
Verkfræðingafélagi Islands í byrjun maí 1988. Nefndin lauk störfum í ágúst og valdi fulltrúa
Islands til Norrænu tækniverðlaunanna sem veitt voru í tilefni Norræna tækniársins. Við mót-