Árbók VFÍ - 01.01.1989, Blaðsíða 25
Skýrsla stjórnar 23
eða fagdeildirnar sinni. Því skora ég á félagsmenn að standa vörð um félagið, taka virkan þátt í
störfum þess og síðast en ekki síst losa það úr þeim fjárhagslegu þrengingum sem hafa hrjáð
það á undanfömum árum.
Jón Ingimarsson, formaður 1988-1989
16 Stéttarfélag verkfræöinga
Yfirlit yfir störf stjórnar á síðastliðnu starfsári (1988-1989).
16.1 Almennt
í stjóm voru; Erlingur Leifsson, Eymundur Sigurðarson, Guðjón Aðalsteinsson, Guðjón Jóns-
son, Hallgrímur Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson, Steinar Jónsson, Þórarinn K. Olafsson og
Þorgeir Sigurðsson.
Starfsemi félagsins hefur markast af bráðabirgðalögum sem í gildi voru síðan í júní í fyrra og
allt til 15. febrúar 1989. Engar samninganefndir störfuðu á árinu. Þar sent ekki fór fram bein
kjarabarátta á árinu reyndu stjómarmenn að halda áfram af krafti því endurskipulagningarstarfi
sem hófst í tíð fyrri stjórnar. Gengið var út frá ákveðnum markmiðum og ýmsurn brýnum
verkefnum hrundið í framkvæmd.
Mikið átak hefur verið gert til þess að gera tjármál félagsins einfaldari og skipulagðari.
Félagið reyndist eiga bankareikninga í ýmsum bankaútibúum. Nú hafa öll viðskipti félagsins
verið færð til Verslunarbanka Islands.
Allur almennur rekstur félagsins hefur einnig verið endurskipulagður og skilgreindar
ákveðnar vinnureglur á skrifstofu félagsins. Stjórnarmenn sinna skrifstofunni í sjálfboðavinnu
með því að skipta á milli sín viðveru á skrifstofunni og bréfaskriftum. A þennan hátt hefur
tekist að halda félagsgjöldum á algjöru lágmarki og eru félagsgjöld SV með þeim lægstu hjá
stéttarfélögum ef ekki þau lægstu. Talsverður tími fer einnig í að sinna málum einstakra
félagsmanna sem lent hafa í deilum við sína vinnuveitendur. Þegar slík mál koma upp er ávallt
gott að geta leitað til einhvers félags sem stendur við bakið á manni eins og framast er unnt. I
framhaldi af þessu má benda á mikilvægi þess að gera skriflegan ráðningarsamning.
Verkfræðingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hafa verið mjög óánægðir með kjör sín. Þeir
hafa undanfarið verið í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Nú í haust gekk talsverður hluti
þeirra í SV og er það von þeirra að þeir nái sínum málum betur fram undir merki stéttarfélagsins.
16.2 Nýjar launatöflur
í félagið hafa gengið margir nýir hópar verkfræðinga, svo sem fyrrverandi félagar í Kjarafélagi
verkfræðinga. í kjölfar þessarar fjölgunar í félaginu og þeirrar staðreyndar að félagsmenn
starfa í margvíslegum fyrirtækjunt, þótti óráðlegt að senda út launatöflur sem byggðust á
kjarasamningi SV við FFRV. Það var einnig ljóst af niðurstöðum kjarakönnunar sem gerð var
á vegum félagsins, að þessar launatöflur voru ekki raunhæfar. Þess vegna var ráðist í að
skipuleggja útgáfu viðmiðunarlaunatöflu sem skyldi koma út reglulega. Viðmiðunartöllur SV
voru miðaðar við kjarakönnunina fyrir janúar 1988 og birtust félagsmönnum fjórum sinnum á
liðnu ári. Er það von stjórnarinnar að viðmiðunartöflurnar verði með tímanum öflugt tæki í
kjarabaráttu verkfræðinga. Auk kjarakönnunarinnar byggist könnunin á einni skyndikönnun
meðal 5% félagsmanna sem valdir voru af handahófi. Tvisvar á ári er taflan síðan endurskoðuð
af stjórn SV með tilliti til almennrar launa- og verðlagsþróunar.
16.3 Kjarakönnun
Kjarakönnun var gerð í byrjun ársins 1988. Var könnunin gerð í samvinnu við Félagsvísinda-
stofnun HÍ. Talsverðir byrjunarörðugleikar kontu í ljós við gerð könnunarinnar og úrvinnsl-
unnar sem fylgdi í kjölfarið. Að lokum tókst þó að koma út niðurstöðum könnunarinnar í