Árbók VFÍ - 01.01.1989, Qupperneq 27
Skýrsla stjórnar 25
16.1 Lokaorð
Það er enginn vafi á því að Stéttarfélag verkfræðinga er í sókn. Fjöldi félaga hefur margfaldast
á síðustu misserum. Sú stefnubreyting hjá tveimur síðustu stjómum félagsins, að vinna meira
að upplýsingamiðlun, virðist hafa fallið í góðan jarðveg. Ahugi allra stjórnarmanna hefur verið
mikill og enginn hefur skorast undan þeim verkefnum sem honum hafa verið falin. Að láta
ekki allt starf lenda á fáum mönnum er mikilvægt í öllu félagsstarfi. Það hefur tekist vel að
dreifa kröftunum innan stjórnar SV. Mikið vantar hins vegar á að hinn almenni félagsmaður,
sýni félaginu áhuga meðan hann þarf ekki beinlínis á þjónustu þess að halda.
Að lokum langar mig til þess að þakka samstarfsmönnum í stjórn gott samstarf á liðnu
starfsári.
Eymundur Sigurðsson
formaður SV1988-1989
17 Rafmagnsverkfræðingar
Starfsárið 1988-1989 voru haldnir 7 félagsfundir að aðalfundi meðtöldum og farin ein skoð-
unarferð.
4. maí 1988:
29. sept. 1988:
27. okt. 1988:
2. nóv. 1988:
24. nóv. 1988:
19. jan. 1989:
23. feb. 1989:
30. mars 1989:
Halldór Kristjánsson, rafm.verkfr.
Marteinn Sverrisson, rafm.verkfr.
dr. Anna Soffía Hauksdóttir,
rafm.verkfr.
Gísli Viggósson, bvfr,
Guðjón Scheving, rvfr.,
Sigurður Sigurðarson, bvfr.,
Þorgeir Pálsson, rafm. verkfr.,
Albert Albertsson, vélaverkfr.,
dr. Ágúst Valfells
kjarnorkuverkfr.
Þórður Guðmundsson,
rafm.verkfr.,
Tölvusamskipti til gagns og gamans.
Issjá til jöklarannsókna.
Ástandsskoðaðar og
pólstaðsetjarar fyrir ólínuleg kerfi.
Heimsókn til rannsóknardeildar
Vita og hafnamálastofnunar.
Myndataka með segulómum
(magnetic resonance).
Virkjun strompgufunnar í
Svartsengi með isopentan hverflum.
Hvað líður beislun vetnisorkunnar
með samruna til raforkuframleiðslu?
Rekstraröryggi rafveitna í ljósi
truflana sem átt hafa sér stað
síðastliðinn vetur.
Þátttaka í fundum var að meðaltali um 30 manns.
Formlegir stjórnarfundir voru tveir. Stjórnin sat tvo fundi með endunnenntunarstjóra Háskól-
ans og aðstoðaði við val á endurmenntunamámskeiðum. Formaður sat þrjá fundi aðalstjómar
VFÍ á starfsárinu.
Stjórnin tilnefndi mann í staðlaráð Islands, Heimi Sverrisson.
Með trtér í stjórn sátu síðastliðið ár: Arnór Þórhallsson, stallari, Sigurpáll Jónsson, gjaldkeri,
og Þórarinn Benedikz, ritari. Þakka ég þeim ánægjulegt samstarf og sendi öllum, fyrirlesurum
og öðrum, sem veitt hafa aðstoð við starfsemi RVFÍ 1988-1989 þakkir og kveðjur frá l'ráfar-
andi stjórn.
Ágúst H. Bjarnason
formaður RVFÍ1988-1989