Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 29
Skýrsla stjórnar 27
Á síðasta aðalfundi BVFÍ, Sauðárkróki 18. maí 1989. Frá vinstri: Hildur Ríkharðsdóttir,formaður 1988-
89, Björn Marteinsson, meðstjórnandi, og Kristinn Eiríksson, varaformaður (formaður 1989-90).
límmiða og póstburðargjöld, var starfsfólk skrifstofu látið vinna þessa vinnu. Stjóm stefnir nú
að því að auglýsa fundi annað hvort með sérstöku fréttabréfi byggingarverkfræðideildarinnar í
vetrarbyrjun og síðan í Verktækni eða í fréttabréfi kynningarnefndar þar sem félagið hefur
ekki efni á að kaupa út þennan kostnað og einnig þar sem litlar heimtur eru á félagsmönnum á
fundi þrátt fyrir þessa framkvæmd fundarboða. Hvert fundarboð kostar nú tæpar 15 þús. kr. og
sem dæmi um fundarsókn má geta þess að á fundinn hjá Lindalax mættu 12 manns. A síðasta
starfsári kom Verkfræðingafélagið sér upp tengiliðum á fjölmörgum vinnustöðum og hefur
byggingarverkfræðideildin aðlagað þennan lista að sínum þörfum og verða fundarboð send til
þessara tengiliða skömmu fyrir fundi. Þessi tilhögun fundarboða kemur til með að lækka
útgjöld félagsins verulega miðað við það sem hefði orðið með óbreyttri fundarboðun.
1 bréfi til framkvæmdastjóra Verkfræðingafélagsins, lýsti stjórnin sig óánægða með tilkynn-
ingu stjórnar VFI um aukningu í kostnaðarþátttöku BVFl í útsendingarkostnaði á fundarboð-
um. Stjórnin telur ekki óeðlilegt að byggingarverkfræðideildin taki þátt í kostnaði næstu árin,
þ.e. á meðan Verkfræðingafélagið stendur jafn illa fjárhagslega og raun ber vitni, en telur að
þessi kostnaður skuli að jafnaði innifalinn í félagsgjöldum Verkfræðingalélagsins.
Aðalfundur félagsins var haldinn fimmtudaginn 18. maí sl. og gengu þá úr stjórn, Hildur
Ríkharðsdóttir og Þorbergur Karlsson. í stjórn voru kjömir til tveggja ára þeir Grímur Jónas-
son, varaformaður fyrra árið en formaður seinna árið og Gísli H. Guðmundsson, meðstjórn-
andi. Áfram í stjórn sátu Kristinn Eiríksson, nú formaður og Björn Marteinsson.
Hér hefur verið drepið á helstu atriði í vetrarstarfi BVFÍ og verður hér látið staðar numið.
Hildur Ríkharðsdóttir
formaður BVFÍ 1988-1989