Árbók VFÍ - 01.01.1989, Qupperneq 30
28
Árbók VFÍ 1988
19 Orðanefnd byggingarverkfræðinga
Orðanefnd byggingarverkfræðinga var stofnuð á aðalfundi byggingarverkfræðideildar Verk-
fræðingafélags Islands 1980. Hún hóf verk sitt 1. desember á því ári og hefur starfað samfellt
síðan.
Orðanefndin nýtur aðstoðar málfræðings, dr. Halldórs Halldórssonar, sem íslensk málnefnd
leggur henni til. Hann situr alla fundi orðanefndarinnar og undirbýr ýmis mál á milli funda.
Arin 1980-1987 starfaði nefndin sem einn vinnuhópur. Hún hefur reynt að einskorða sig við
fá fræðisvið byggingarverkfræðinnar í einu, því þá ganga störfin betur. Nefndin hefur einbeitt
sér mest að orðasöfnun um vegagerð og fráveitur. En jafnframt þarf hún að sinna hugtökum úr
stoðgreinum og undirstöðugreinum þessara tæknigreina, þ.e. jarðtækni og jarðfræði vegna
vegagerðar og straumfræði og vatnafræði vegna fráveitna. Við það stækkar verkefni nefndar-
innar mikið og útgáfu orðasafna seinkar. Verra er þó, ef mikilvægar greinar byggingarverk-
fræðinnar eru Iátnar bíða, án þess að þeim sé sinnt. Þetta kemur sér einna verst, að því er
burðarþolsfræði snertir, vegna mikilvægis hennar í byggingarverkfræðinni og vegna þess, hve
hin fræðilega leið er þar löng, frá undirstöðuatriðum aflfræðinnar til hönnunar- og öryggis-
atriða í mannvirkjagerð.
Var því ákveðið í ársbyrjun 1988 að stækka nefndina og láta hana starfa í tveimur vinnu-
hópum, þannig að annar þeirra, vinnuhópur A, héldi áfram, eins og nefndin hefur áður starfað,
en hinn hópurinn, vinnuhópur B, tæki fyrir orðasafn um burðarþolsfræði. Tengsl skyldu vera
milli vinnuhópanna, til þess að starfsreynsla nefndarinnar kæmi hinum nýja vinnuhópi að
notum og samræmi yrði í störfum þeirra.
I Orðanefnd byggingarverkfræðinga eru nú 10 menn:
Bragi Þorsteinsson, Verkfræðistofu Braga Þorsteinssonar og Eyvindar Valdimarssonar hf.
Einar B. Pálsson, Verkfræðistofnun Háskóla Islands
Orðanejnd bygf’inj’arverkfrœðinga, vinnuhópur A. Efri röð frá vinstri: fíraf’i Þorsteinsson, Sigmundur
Freysteinsson, Pétur lngólfsson, Eymundur Runólfsson, Ólafur Jensson. Neðri röð frá vinstri: Halldór
Sveinsson, Einar fí. Pálsson, Halldór Halldórsson.