Árbók VFÍ - 01.01.1989, Qupperneq 31
Skýrsla stjórnar
29
Eymundur Runólfsson, Vegagerð ríkisins
Ólafur Jensson, Landsvirkjun
Óttar P. Halldórsson, Háskóla Islands
Pétur Ingólfsson, Vegagerð ríkisins
Ragnar Sigbjörnsson, Verkfræðistofnun Háskóla íslands
Ríkharður Kristjánsson, Línuhönnun hf.
Sigumundur Freysteinsson, Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf.
Stefán Eggertsson, Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar hf.
Formaður orðanefndarinnar er Einar B. Pálsson og varaformaður Sigmundur Freysteinsson.
Vinnuhópur A. í honum eru: Bragi Þorsteinsson, Einar B. Pálsson, Eymundur Runólfsson,
Ólafur Jensson, Pétur Ingólfsson og Sigmundur Freysteinsson. Að undirbúningi mála fyrir
fundi störfuðu Einar B. Pálsson og Halldór Sveinsson verkfræðingur. Vegagerð ríkisins leggur
nefndinni til starf hins síðamefnda við að undirbúa orðasafn um vegagerð.
Á árinu 1988 hélt vinnuhópur A 35 fundi. Einkum var tjallað um hugtök varðandi vegagerð
(um 95 hugtök) og fráveitur (um 100 hugtök). í sambandi við orðasafn um vegagerð hefur
reynst nauðsynlegt að skilgreina nokkuð af hugtökum um jarðfræði, þar sem ekki er hægt að
ganga að neinu orðasafni með skilgreiningum á því sviði af hendi íslenskra jarðfræðinga.
Hefur Einar B. Pálsson unnið að undirbúningi að orðasafni um jarðfræði, sem snertir vega-
gerð. Orðanefndin hefur fjallað unr 50 hugtök á því sviði á árinu. Halldór Sveinsson undirbýr
orðasafn um vegagerð, en Einar B. Pálsson orðasafn urn fráveitur, sem nefndin síðan fjallar
um.
Vinnuhópur B. í vinnuhópnum eru Einar B. Pálsson, Ólafur Jensson, Óttar P. Halldórsson,
Ragnar Sigbjömsson, Ríkharður Kristjánsson og Stefán Eggertsson. Þeir Einar og Ólafur eru
því bæði í vinnuhópi A og B, en þeir og Stefán Eggertsson hafa verið í orðanefndinni frá 1980.
Einar B. Pálsson undirbýr orðasafn urn burðarþolsfræði og leggur mál fyrir vinnuhópinn til
umfjöllunar á fundum. Hér er það eins og á öðrum sviðum, að lítt er til að dreifa íslenskum
skilgreiningum á hugtökum varðandi undirstöðuatriði burðarþolsfræðinnar, svo að nauðsyn-
legt reyndist að taka fyrst fyrir hugtök úr eðlisfræði og aflfræði. Orðanefndin fjallaði um 65
hugtök á því sviði á árinu.
Orðanefndin telur mikilvægt, að orðum ásamt skilgreiningum, sem nefndin býr til, sé komið
sem fyrst á framfæri. Ekki er hægt að birta orðasöfn í bók, fyrr en búið er að afgreiða síðasta
orðið á hverju sviði. Nefndin hefur því litið til Tímarits VFÍ, Fréttabréfs VFI og síðar
„Verktækni" sem vettvangs til fyrstu kynningar á orðaskrám og umræðu um einstök orð. Þessi
leið hefur brugðist vegna þess, hvernig farið hefur fyrir útgáfustarfsemi Verkfræðingatelagsins
undanfarin ár. Þarf nú að finna ráð til úrbóta.
Einar B. Pálsson
formaður orðanefndar