Árbók VFÍ - 01.01.1989, Síða 34
32 ÁrbókVFÍ 1988
Eysteinn Einarsson, f. 23. nóv. 1964 á Hólmavík. Foreldrar Einar
Magnús bóndi Broddanesi, f. 21. des. 1936, Eysteinsson bónda
Bræðrabrekku og vegavinnuverkstjóra Einarssonar og kona hans
Sigríður, f. 23. okt. 1936, Guðbrandsdóttir bónda Broddanesi Bene-
diktssonar.
Stúdent frá MK 1984. B.S-próf í byggingarverkfræði frá HÍ 1988.
Verkfræðingur á Verkfræðistofnun HÍ.
Gestur Valgarðsson, f. 2. feb. 1955 í Reykjavík. Foreldrar Valgarður
Olafsson Breiðfjörð kaupmaður þar, f. 9. feb. 1933, Björgvinsson vél-
gæslumanns Jóhannssonar og kona hans Jóna María, f. 12. júlí 1933,
Gestsdóttir kaupmanns í Reykjavík Guðmundssonar.
Vélstjórapróf 4. stigs 1977, raungreinadeildarpróf frá TÍ 1978, próf í
vélaverkfræði frá H1 1982 og M.S.-próf í vélaverkfræði frá University
ofTennessee 1985.
Maki 28. okt. 1980, Rannveig María starfsendurhæfandi, f. 29. okt.
1959 á Akureyri, (Hreins) Þorsteinsdóttir skrifstofustjóra og Elsu
Jóhannesdóttur. Barn: Valgarður Daði, f. 18. mars 1980 í Reykjavík.
Gissur Pálsson, f. 24. okt. 1960 í Reykjavík. Foreldrar Páll vélvirki
þar, f. 6. mars 1917, Guðmundsson útgerðarmanns Reyðarfirði Jóns-
sonar og kona hans Jóna, f. 26. okt. 1917, Olafsdóttir bónda Miðvogi
við Akranes Guðmundssonar.
Rafvirki frá Iðnskólanum í Reykjavík 1980, raungreinadeildarpróf
frá TI 1984, próf í verkfræði frá Álborg Universitetscenter Danmörku
1988.
Maki, Linda Björk læknanemi, f. 25. maí 1964 í Reykjavík, Helga-
dóttir Scheving framkvæmdastjóra Karlssonar og konu hans Ásdísar
skrifstofumanns Ástþórsdóttur. Barn með Kristínu Þórðardóttur: Þórð-
ur Daði, f. 1. feb. 1984 í Luxemburg.
Guðbrandur Guðmundsson, f. 7. júní 1962 í Reykjavík. Foreldrar
Guðmundur blikksmiður, f. 29. nóv. 1925, Guðbrandsson Kristjáns
bónda Lækjarskógi í Dalasýslu Guðmundssonar og Hjördís Alda
fulltrúi, f. 1. júlí 1934, Hjartardóttir útvegsbónda Cýrussonar.
Stúdent frá MS 1982, próf í rafmagnsverkfræði frá HÍ 1986. M.S.-
próf í rafmagnsverkfræði frá University of Minnesota í Bandaríkjun-
um 1988. Verkfræðingur á Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar.