Árbók VFÍ - 01.01.1989, Side 36
34 Árbók VFÍ 1988
Hallgrímur Jóhannes Einarsson, f. 4. júlí I964 á Akureyri. For-
eldrar Einar Júlíus garðyrkjumaður og húsvörður þar, f. 11. júlí 1928,
Hallgrímsson bónda Munkaþverá Júlíussonar og kona hans Margrét
gullsmiður, fóstra og kennari, f. 18. ágúst 1929, Albertsdóttir bónda
og sjómanns á Siglufirði Einarssonar.
Stúdent frá MA 1984, próf í rafmagnsverkfræði frá HÍ 1988. Verk-
fræðingur hjá D.N.G. hf. á Akureyri.
Maki 18. júlí 1987, Fjóla Heiðrún, f. 31. jan. 1968 á Akureyri,
Héðinsdóttir mjólkurfræðings Þorsteinssonar og konu hans Stefaníu
skrifstofumanns Einarsdóttur. Barn: Hulda Margrét, f. 20. feb. 1987 í
Reykjavík
Hálfdan Þórir Markússon, f. 24. maí 1963 í Reykjavík. Foreldrar
Markús Armann veðurfræðingur þar, f. 5. mars 1939, Einarsson fram-
kvæmdastjóra Þorsteinssonar og kona hans Hanna Sesselja iðn-
verkakona, f. 13. nóv. 1938, Hálfdanardóttir bifvélavirkja Helgasonar.
Stúdent frá Flensborgarskóla 1982, próf í byggingarverkfræði frá HI
1988. Byggingarverkfræðingur hjá Hagvirki hf.
Maki, Sóley, f. 24. sept. 1964 í Hafnarfirði, Indriðadóttir banka-
manns Jóhannssonar og Fríðu Jónu Báru verkakonu Elíasdóttur. Barn:
Hanna Sesselja, f. 9. maí 1985 í Reykjavík.
Helgi Geirharðsson, f. 14. des. 1960 í Múnchen, Vestur-Þýskalandi.
Foreldrar Geirharður Jakob arkitekt, f. 14. des. 1934, Þorsteinsson
garðyrkjumanns Loftssonar og kona hans Guðný Jónína leikari, f. 10.
des. 1938, Helgadóttir sjómanns á Þórshöfn Guðnasonar.
Stúdent frá MS 1980, próf í vélaverkfræði frá HÍ 1985 og M.S.-próf í
iðnaðarverkfræði frá University of Utah 1987. Verkefnisstjóri hjá
NORMA hf. 1985, hönnuður hjá Traust hf. 1986 og framkvæmda-
stjóri hjá NORM-X hf. 1987, verkfræðingur hjá Traust hf. 1988.
Sambýlingur, Kristín Helga fréttamaður, f. 24. nóv. 1963 í Reykjavík,
Gunnarsdóttir fulltrúa Jónssonar og konu hans Erlu bankastarfsmanns
Hjartardóttur.
Hrafn Hilmarsson, f. 7. júlí 1959 í Reykjavík. Foreldrar Hilmar
Leósson og Sigríður Kristjánsdóttir.
Stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1979. B.S.E.-próf í
rafmagnsverkfræði frá Walla Walla College í Washingtonríki í Banda-
ríkjunum 1988.
Maki, Rannveig, f. 29. júlí 1961, Eyjólfsdóttir