Árbók VFÍ - 01.01.1989, Síða 38
36
Árbók VFÍ 1988
Kristján Jóhann Guðmundsson, f. I. júní 1962 á ísafirði. Foreldrar
Guðmundur H. verðlagsfulltrúi, f. 6. okt. 1933, Ingólfsson verkamanns
Jónssonar og kona hans Jóna Valgeröur skrifstofumaður, f. 26. sept.
1936, Kristjánsdóttir skipasmiðs Guðjónssonar.
Próf í iðnrekstrarfræði frá TI, próf í rafmagnsverkfræði frá Álborg
Universitetscenter í Danmörku 1989.
Maki, Rannveig þroskaþjálfi, f. 22. sept. 1962 á Isafirði, Halldórs-
dóttir sjómanns Hermannssonar.
Lárus Einarsson, f. 7. jan. 1953 í Reykjavík. Foreldrar Einar flug-
vélstjóri, f. 6. júlí 1927, Sigurvinsson kennara fv. alþm. Einarssonar
og kona hans Sigrún Jóna sjúkraliði, f. 16. apríl 1929, Lárusdóttir
verkamanns Hinrikssonar.
Tæknifræðipróf frá Odense Teknikum í Danmörku 1985 og próf í
rafmagnsverkfræði frá Álborg Universitetscenter 1987. Deildarverk-
fræðingur hjá Rafmagnsveitum ríkisins.
Maki, Sólveig hjúkrunarfræðingur, f. 13. jan. 1953 í Kaupmanna-
höfn, Danmörku, ÞórhalIsdóttir verkfræðings Jónssonar og konu hans
Elínar Óskar Guðjónsdóttur. Börn: 1) Elísabet Björney, f. 4. okt. 1978
í Reykjavík, 2) Einar Þór, f. 28. okt. 1982 í Odense, Danmörku, 3) Elín
Mjöll, f. 16. des. 1984 í Odense, Danmörku, 4) Lárus Ingi, f. 5. júní
1987 í Álaborg, Danmörku.
Óskar Örn Jónsson, f. 11. sept. 1963 í Reykjavík. Foreldrar Jón
stöðvarstjóri Flugleiða í Keflavík, f. 21. jan. 1937, Óskarsson Einars-
sonar og kona hans Hafdís Hlíf kennari, f. 7. sept. 1938, Sigurbjörns-
dóttir sjómanns Ásbjörnssonar.
Stúdent frá MS 1984. B.S.-próf í byggingarverkfræði frá Florida
Institute of Technology í Bandaríkjunum 1988. Verkfræðingur hjá
bæjarverkfræðingi í Hafnarfirði.
Maki, Gerður markaðsfræðingur, f. 14. júní 1963 í Reykjavík, Rík-
harðsdóttir Sæmundar verkstjóra Kristjánssonar og konu hans Bryn-
hildar snyrtifræðings Þorsteinsdóttur. Barn: Svandís, f. 16. júlí 1970 í
Reykjavík.
Páll Freysteinsson, f. 5. júlí 1960 á Seyðisfirði. Foreldrar Freysteinn
vélstjóri í Neskaupstað, f. 27. des. 1935, Þórarinsson bónda og sjó-
manns Sveinssonar og kona hans Steinunn Salín verkakona, f. 19. okt.
1936, Stefánsdóttir Einarssonar.
Stúdent frá MA 1980. M.S.-próf í rafmagnsverkfræði frá Álborg
Universitetscenter í Danmörku 1988.
Maki, Jóhanna Bryndís, f. 2. nóv. 1961 í Neskaupstað, Jónsdóttir
Skúla útgerðarmanns og skipstjóra Ölverssonar og konu hans Unnar
verkakonu Sigfúsdóttur. Börn: 1) Hafrún Ósk, f. 29. júní 1982 í
Reykjavík, 2) Bryndís, f. 15. júlí 1988 í Álaborg, Danmörku.