Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 39
Nýir félagsmerm 37
Reynir Viðarsson, f. 16. jan. 1960 á Akureyri. Foreldrar Viðar tré-
smíðameistari ogframkvæmdastjóri, f. 29. ágúst 1938, d. 17.okt. 1979,
Helgason fiskmatsmanns Jóhannessonar og kona hans Bima Matt-
hildur, f. 4. nóv. 1937, Eiríksdóttir bónda Einarssonar.
Stúdent frá MA 1980, próf í byggingartæknifræði frá TÍ 1983. M.Sc-
próf frá Danmarks Tekniske Hpjskole í Kaupmannahöfn 1987.
Maki, Anna Margrét bókasafnsfræðingur, f. 4. okt. 1962 á Akureyri,
Björnsdóttir verslunarfulltrúa Baldurssonar og konu hans Steinunnar
A. verslunannanns Guðmundsdóttur. Barn: Björn, f. 31. des. 1984 í
Kaupmannahöfn, Danmörku.
Sigmar Guðb jörnsson, f. 9. nóv. 1955 í Reykjavík. Foreldrar Guðbjörn
húsvörður þar, f. 19. mars 1921, Jónsson sjómanns og afgreiðslumanns
Jónssonar og kona hans Sigríður María verkakona, f. 27. júní 1935,
Sigmarsdóttir bakarameistara Friðrikssonar.
RaungreinadeildarpróffráTl 1978, Civ.ing. próf í rafmagnsverkfræði
frá Álborg Universitetscenter í Danntörku 1983. Starfaði hjá DAN-
CALL A/S 1983-87. Stofnaði ásamt fleirum fyrirtækið T-com 1987.
Maki, Jóhanna Ingibjörg þroskaþjálfi, f. 25. apríl 1960 á Seyðisfirði,
Ástvaldsdóttir Antons járnsmíðameistara Kristóferssonar og konu hans
Önnu Kristínar Jóhannsdóttur. Barn: Sigríður María, f. 13. maí 1986 í
Álaborg, Danmörku.
Sigurbjörn Óli Ágústsson, f. 20. nóv. 1956 á Hvolsvelli. Foreldrar
Ágúst bóndi og viðgerðarmaður Stóra Moshvoli, Rangárvallasýslu, f.
19. maí 1930, Ólafsson bónda Halldórssonar og kona hans Sigríður
veitingamaður, f. 8. sept. 1936, Guðmundsdóttir bónda Árnasonar.
Sveinspróf í vélvirkjun, vélstjórapróf 4. stigs frá Vélsk. Isl., próf í
véliðnfræði frá TÍ, próf eftir „adgangskursus" frá Álborg Universitets-
center í Danmörku og próf í verkfræði frá sama skóla 1988.
Maki, Ragnheiður, f. 21. nóv. 1965, Antonsdóttir Antonssonar og
Elísabetar Ólafsdóttur.
Sigurjón Markús Jóhannsson, f. 22. júní 1960 í Reykjavík.
Foreldrar Jóhann Erasmus prentari f. 16. júlí 1943 d. okt. 1978, Sigur-
jónsson hjólbarðaviðgerðarmanns Gíslasonar og Þórunn Stella skrif-
stofumaður, f. 5. jan. 1944, Markúsdóttir Jóhanns skrifstofustjóra
Eiríkssonar.
Stúdent MS 1980. B.Sc.-próf frá Helsingpr Teknikum 1984 og
M.Sc.-próf frá Danmarks Tekniske Höjskole 1987. Verkfræðingur hjá
IB Beta Computer Systems Aps frá jan. 1988.