Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 41
Nýir félagsmenn 39
Viðar Harðarson, f. 31. mars 1957 í Reykjavík. Foreldrar Hörður
vörubílstjóri þar, f. 12. sept. 1919, Guðmundsson bónda Kvígindisfelli
Tálknafirði Kr. Guðmundssonar og kona hans Guðrún, f. 30. sept.
1917, Klemenzdóttir bónda Dýrastöðum Norðurárdal Jónssonar.
Raungreinadeildarpróf frá TI 1977, tæknifræðipróf frá Odense
Teknikum í Danmörku 1980 og verkfræðipróf frá Norges Tekniske
Hógskole í Þrándheimi 1985. Tæknifræðingur við Rannsóknarstofnun
fiskiðnaðarins 1980 - 82. Verkfræðingur við SINTEF, Avdeling for
kuldeteknikk frá 1985.
Maki, Inga Lóa tekstíllistakona, f. 3. ágúst 1957 á Akranesi, Bald-
vinsdóttir Inga Sigurðar pípulagningamanns Arnasonar og Guðnýar
Soffíu Valentínusardóttur. Börn: 1) Hermann Örn, f. 24. sept. 1977 í
Reykjavík, 2) Linda Björk, f. 3. sept. 1980 í Odense, Danmörku.
Þorsteinn Ingi Víglundsson, f. 10. júní 1962 í Reykjavík. Foreldrar
Víglundur Þór læknir, f. 24. júlí 1934, Þorsteinsson Þórðar skólastjóra
í Vestmannaeyjum Víglundssonar og kona hans Fríða Jóhanna kenn-
ari, f. 15. jan. 1935, Daníelsdóttir J. málarameistara á Isafirði Hörðdal.
Stúdent frá Flensborgarskóla 1981. Civ.ing. próf í vélaverkfræði frá
Álborg Universitetscenter í Danmörku 1988. Rekstrarráðgjafi hjá
Iðntæknistofnun Islands.
Þorvaldur Logi Pétursson, f. 2. júlí 1959 í Kaupmannahöfn, Dan-
mörku. Foreldrar (Sigurgeir) Pétur hljóðfæraleikari, f. 17. jan. 1936,
Þorvaldsson Sigurlaugs bókbindara Sigurðssonar og Björg Erla skrif-
stofumaður, f. 29. nóv. 1936, Steingrímsdóttir Sigurðssonar.
Stúdent frá MS 1979. M.Sc. próf í skipaverkfræði frá Norges
Tekniske Högskole í Þrándheimi. Verkfræðingur hjá Aker Engineer-
ing í Osló 1984 - 88. Frá 1988 verkefnisstjóri Halios-verkefnisins á
íslandi f.h. íslensku Eurekanefndarinnar.
Maki, Fríða Björg landslagsarkitekt, f. 8. ágúst 1959 í Reykjavík,
Eðvarðsdóttir rafmagnsverkfræðings Árnasonar og konu hans Guð-
rúnar Jónsdóttur.