Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 45
TækniannáH 43
Hagvöxturinn í aðildarríkjum OECD var um 4% og lítið eitt minni í heiminum í heild sam-
kvæmt skilgreiningum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þessi mikli hagvöxtur, sem er hinn mesti frá
1984, kom á óvart þar sem almennt hafði verið búist við mun minni vexti m.a. vegna áætlaðra
áhrifa verðhruns á hlutabréfamörkuðum í október 1987. Atvinnuleysi minnkaði eitthvað í
heild og verðbólga hélst nokkuð í skefjum en fór þó vaxandi síðustu mánuði ársins.
Á íslandi kom fram 1% samdráttur í verðmæti útflutningsframleiðslu þrátt fyrir meiri afla en
áður hafði veiðst hér við land. Heildarafli landsmanna nam liðlega 1.753 þúsund tonnum og
heildarverðmæti allrar útflutningsvöru varð um 62 milljarðar. 1,5% samdráttur varð í
álframleiðslu en 15% aukning í framleiðslu kísiljárns. Þá varð samdráttur í útflutningi annarrar
iðnaðarvöru og vegur þar þyngst verulegur samdráttur í ullar og prjónavörum.
Verð á flestum sjávarafurðum lækkaði á árinu eftir verulegar verðhækkanir á árunum 1986-
87. Undantekning var þó lýsi og mjöl sem hækkaði umtalsvert. Miklar hækkanir urðu á verði
áls og kísiljárns í fyrra og hækkaði verð á áli um tæp 25% og á kísiljárni um tæp 30% í erlendri
mynt á árinu.
Upplýsingar um hag atvinnuveganna liggja ekki fyrir enn en framreikningar benda til þess að
afkoman hafi almennt versnað á árinu 1988. Velta samkvæmt söluskattsframtölum dróst
saman að raungildi bæði í verslun og iðnaði. Meðalgengi krónunnar hafði haldist nær óbreytt
frá árslokum 1985 til ársbyrjunar 1988 en var lækkað þrisvar á árinu 1988. Meðalverð á
gjaldeyri vegið með útflutningi hækkaði um 22,7% á árinu. Þrátt fyrir þessa gengislækkun
hækkaði raungengið milli áranna 1987 og 1988 vegna verðbólgu innanlands og var raungengi
að meðaltali 5% hærra 1988 en 1987.
Ferill verðbólgu varð skrykkjóttur á árinu og mældi 3jamánaðabreytingframfærsluvísitölu um
miðbik árs og upphaf þess 40% verðbólguhraða en í kjölfar verðstöðvana og launafrystingar í
september lækkaði verðbólguhraðinn mjög snögglega og varð hækkunin síðustu þrjá mánuði
ársins aðeins 0,6%. Frá upphafi til loka ársins hækkaði vísitala framfærslukostnaðar um 19,4%,
vísitala byggingakostnaðar um 20,5% og lánskjaravísitala hækkaði um 19,1% á árinu 1988
Á fyrri hluta ársins 1988 mátti greina þess merki að eftirspurn eftir vinnuafli væri í rénun en
breytingamar urðu þó fyrst afgerandi seint á haustmánuðum en þá nærri tvöfaldaðist fjöldi
atvinnulausra frá fyrra mánuði. Mynd 2.1 sýnir þróun í fjölda lausra starfa árunum 1987-88.
Athyglisvert er að markaðurinn er nær mettaður og jafnvel með offramboð allan tímann hjá
afgreiðslu-, skrifstofu- og tölvufólki.
í heild samsvaraði atvinnuleysi einungis 0,7% af mannafla fyrir árið 1988 en var 0,5% árið
áður. Atvinnuleysið var meira áberandi á landsbyggðinni (1,1%) móti 0,3% á höfuðborgar-
svæðinu.
Mynd 2.1 Laus slörf 1987-1988.
4000
2000
1000
3160
£3 Höfuöborgarsvæöið
3250 □ Landsbyggö
2900
1580
1320
490
'440"
„50,
April 1987 Okt. 1987 Apríl 1988 Sept. 1988