Árbók VFÍ - 01.01.1989, Blaðsíða 48
46 Arbók VFl 1988
Athyglisvert er að nokkur munur virðist milli þess hvernig einstaka starfsgreinar meta próf-
gráður til launa. Þannig er töluverður munur á milli heildargreiðslna til aðila með M.Sc. próf
og þess með B.Sc. bæði hjá ríki, borg og verk-
fræðistofum en munurinn var aftur á móti lítill í
verslun, þjónustu og verktakaiðnaði. 3,2% svar-
enda hafði orðið atvinnulaus einhvem tíma á
árinu og var að meðaltali um 60 daga að ræða
Mynd 4.1 Heildarniðurstöður fasteignamats
1988. Breytingar frá fyrra ári.
%
6,0
4,0
3,0
2,0
1,0
0,0
300
kr
200
Stærðaraukning
silfil
Milljarðar
244,7
1111
'
'
Fasteignamat
1.12.1988
128,1
57,5
36,9
líxiil
44,6
16,7
xzn
4 Byggingamál
í lok síðasta árs voru fasteignir á íslandi metnar á
528.572 milljónir samkvæmt niðurstöðutölum
Fasteignamats ríkisins. Alls voru íbúðir lands-
manna þá 88.346 og samanlagt rúmmál mann-
virkja var 78.601 þús. rúmmetrar. Endurstofn-
verð allra mannvirkja var metið af sömu stofnun
vera u.þ.b. 700 milljarðar 1.12.1988.
Heildarniðurstöður matsins í einstaka umdæm-
um er sýnt á mynd 4.1
Rúmmálsaukning var nokkru meiri en árið áður
eða 4,3% móti 4,0% árið 1987. Árin 1983 og
1985 var stærðaraukningin þó heldur meiri eða
4,5% bæði árin.
Heildaryfirlit yfir byggingamarkaðinn 1988
liggur ekki fyrir en almennt er reiknað með að
fullgert atvinnu- og iðnaðarhúsnæði hafi verið
mun minna en árið áður enda var þá nokkrum
stórhýsum lokið. Einnig er álitið að mjög hafi
dregið úr því að byrjað væri á nýbyggingum á
þessu sviði. Hér er um að ræða vissa breytingu
frá þróun síðustu 10 ára en á þeim hefur fjár-
munamyndun í atvinnuhúsnæði vaxið jafnt og
þétt en dregist saman í íbúðarbyggingum og
opinberum byggingum. Á árinu 1987 varð þó
aukning í öllum flokkunum þremur miðað við
árið þar á undan. Þetta sést á mynd 4.2.
5 Orkumál
5.1 Yfirlit yfir íslensk orkumál
Y firlit þetta styðst við greinargerð orkumálastjóra
í ársskýrslu Orkustofnunar fyrir 1988. Kaflamir
um einstök fyrirtæki og stolnanir styðjast aftur á
móti við beinar upplýsingarfrá stofnunum sjálfum.
Heildarnotkun orku í þjóðarbúskap íslendinga
var 2.500 þús. tonn að olíuígildi á árinu 1988 en
var 2.385 þús. tonn að olíuígildi árið 1987. Á
mynd 5.1.1 er skipting orkunotkunar á íslandi á