Árbók VFÍ - 01.01.1989, Side 51
Tækniannáll 49
Einnig verður hægt að fjarstýra rofutn frá svæðisskrifstofum.
Ætlunin er að setja útstöðvar í allflestar aðveitustöðvar Rafmagnsveitnanna eða u.þ.b. 40
stöðvar auk þess sem móðurstöðvar verða settar upp á svæðisskrifstofunum.
5.4 Hitaveita Suöurnesja
5.4.1 Inngangur
Verulegar framkvæmdir voru á árinu 1988 og þær langmestu síðan uppbyggingu hitaveitunnar
lauk um 1981-1982. Framkvæmdafé óx á milli áranna 87-88 úr 73 m.kr. í 257 m.kr.
Helstu framkvæmdir voru þessar:
5.4.2 Orkuver
A árinu hófst vinna við svokallaða ORMAT virkjun og var á árinu gengið frá kaupum á
þremur hverflum frá Israel sem framleiða eiga 3,6 MW. Bygging undirstaða undir þá hófst
einnig á árinu. Með þeim verður hægt að nýta strompgufuna sem nú fer forgörðum frá orku-
verinu. Einnig var byggð rofastöð í Svartsengi í tengslum við virkjunina.
5.4.3 Háspennulínur og strengir
Langstærsta framkvæmdin á árinu var bygging nýrrar 132 kV háspennulínu frá Svartsengi til
Fitja. Línan er 11 km löng og borin uppi af 43 möstrum. Möstrin eru nýstárleg að gerð, úr
holum stálprófílum og verða því mjög grönn og eiga að hverfa miklum mun betur inn í land-
slagið en t.d. þétt tréstauralína.
5.5 Orkubú Vestfjarðar
5.5.1 Fjárfestingar og almennur rekstur
Helstu framkvæmdir ársins 1988 voru styrking 66 kV línunnar Mjólká - Breiðidalur. Unnið var
að styrkingum á ýmsum öðrum línum en veðurguðirnir léku línukeifi Orkubúsins oft á tíðum
illa á árinu. Þá var unnið að uppsetningu á aflrofum í aðveitustöðvunum í Breiðadal, Hólmavík
og við rafstöðina að Fossum auk þess sem unnið var að eðlilegum viðbótum á eldra kerfi. Alls
var varið 72,5 m.kr til fjárfestinga á árinu og voru framkvæmdir fjármagnaðar með eigin fé og
engin ný lán voru tekin á árinu. Heildarorkuöflun jókst utn 5,3% frá fyrra ári og nam alls 205,7
GWst. Rekstrarafkoma var neikvæð um 15,4 m.kr. en rekstrartekjur voru 496,5 m.kr.
5.5.2 Endurskoðun virkjanahugmynda á Vestfjörðum
Orkustofnun hefur endurskoðað og endurreiknað virkjanahugmyndir á Vestfjörðum. I tötlu
5.5.1 eru þessir möguleikar bornir saman innbyrðis og við virkjanakostnað Landsvirkjunar.
Taflan sýnir að einungis Mjólká 3 og Vatnsfjarðarvirkjun eru áhugaverðar og sambærilegar
dýrari virkjunum Landsvirkjunar.
Dynjandisvirkjun nýtir að hluta sama
vatn og Mjólká auk þess sem sú virkjun
stangast mjög á við náttúruverndar-
sjónarmið.
5.6 Hitaveita Reykjavíkur
Tvö verkefni stóðu uppúr í fram-
kvæmdum Hitaveitu Reykjavíkur.
Annað er Nesjavallaveita sem er
virkjun á háhitasvæðinu í norðanverð-
um Hengli. Gert er ráð fyrir að afl
hennar verði 400 MW í varma og 60
Tafla 5.5.1 Áœtlaður virkjanakostnaður ó Vestfjörðum.
Mjólká III Orkum. GWh/ár 70
Dynjandi 66
Vatnsfjörður 99
Skötufjörður 78
Skúfnavötn 85
Hvalá 218
Sigalda 680
Hrauneyjarfoss 850
Landsvirkjun alm.
Afl Kostn. Einingav.
MW m.kr. kr/kWh/ár
16 763 10,9
13 827 12,5
20 1.251 12,6
16 1.250 16,0
16 1.415 16,6
44 3.135 14,4
150 8.877 13,1
210 8.080 9,5
10,4