Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 53
Tækniannáll 51
nokkurra erfiðleika í orkubúskap og hafa menn orðið sér meðvitaðri en áður um þá þætti sem
takmarka orkuforða jarðhitasvæðanna. I samræmi við það var unnið töluvert við skipulagn-
ingu á eftirliti með vinnslu jarðvarma.
Rannsóknir á lághitasvæðum beindust ekki síst að því að gera tölvulíkön fyrir hegðun svæð-
anna þannig að spá megi fyrir um vinnslugetu þeirra í framtíðinni og efnainnihaldi borhola. A
Laugamessvæðinu í Reykjavík var gerð könnun á útbreiðslu sjávarmengunar á svæðinu. Þessi
könnun leiddi til nýrra hugmynda um jarðfræðilega uppbyggingu svæðisins.
Töluvert var unnið af smærri rannsóknarverkefnum víða um landið í sambandi við áætlanir
um fiskeldi og beindust að möguleikum á vatnsöflun í ýmsum myndum, ekki síst jarðsjó.
5.7.4 Ýmis önnur orkutengd verkefni
Eitt rannsóknarverkefni vakti mjög almenna eftirtekt á árinu en það var rannsóknarleiðangur
til Kolbeinseyjar með dvergkafbát. Það voru vísindamenn frá Þýskalandi sem stóðu fyrir
þessum leiðangri ásamt vísindamönnum frá Iðntæknistofnun, Hafrannsóknastofnun og Orku-
stofnun. Tekin voru sýni af jarðhitavatni og útfellingum úr hverum á svæðinu.
Töluvert var unnið að rannsóknum á mögulegum auðlindum á sjávarbotni á árinu og má þar
t.d. nefna umfangsmikla úrvinnslu mælinga frá Rockall-Hatton svæðinu en þær mælingar voru
gerðar á vegum danskra, íslenskra, og færeyskra stjómvalda. Rannsóknimar beindust að mögu-
leikanum á að olía leyndist þar í setlögum. I fjölmiðlum var einnig fjallað um slíka möguleika
á landinu sjálfu og þá á Norðausturlandi.
Erlend verkefni á árinu á sviði orkumála urðu ekki eins viðantikil eins og vonir höfðu staðið
til og má segja að áherslan hafi legið á árinu í að efla sambönd og afla verkefna fyrir næstu ár.
Orkustofnun International, Orkint og Virkir sem er hlutafélag í eigu nokkurra ráðgjafarfyrir-
tækja voru á árinu sameinuð í fyrirtækið Virkir-Orkint. Af verkefnum erlendis vakti mesta
athygli samstarf þessa nýja félags við ungverskt fyrirtæki um forhönnun á breytingum á hita-
veitu í borginni Hódmezövásárhely í suðurhluta Ungverjalands. Fyrsta hluta þessa verkefnis
lauk í nóvember 1988.
6 Samgöngumál
6.1 Inngangur
Hér á eftir verður fjallað í stuttu máli um umferð á landi, láði og legi og þá einkum um
mannvirkin sem umferðinni þjóna en minna um umferðina eða umferðartækin sjálf.
6.2 Vegamál
6.2.1 Útgjöld til vegamála 1988
Samkvæmt fjárlögum 1988 var heildar-
fjármagn til vegamála árið 1988 samtals
2.900.015 þús. kr. Vegna sparnaðarráð-
stafana ríkisstjórnarinnar lækkaði þessi
upphæð þó um 35.015 þús. kr. en í árslok
1988 var aukafjárveitingu veitt úr ríkis-
sjóði lil Olafstjarðarvegar um Olafs-
fjarðarmúla vegna jarðgangagerðar að
upphæð kr 35.000 þús. kr. Til vegamála
runnu því alls 2.900.000 þús. kr. á árinu
1988.
Mynd 6.2.1 sýnir hvernig þetta fjármagn
skiptist eftir vegáætlun í einstaka liði.
Mynd 6.2.1 Skipting fjármagns samkvœmt vegáœtlun.
Til sýsluvega ve9a ' kaupstööumog
125 m.kr. (4,3%) kauptunum 164 m.kr. (5,7%)
Til tilrauna
Til fjallvega o.fl.
26 m.kr. (0.9%’
Til brúag|
94 m.kr.
14 m.kr. (0,5%)
og undir-
búning\r
(6,1%)
ega
6,7%)
Til ný\a þjóðvega
1.237