Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 55
TækniannáH 53
uppbygging Egilsstaðaflugvallar sem á að
verða með 2.000 m flugbraut og á verkinu
að ljúka 1991. Um leið er unnið að stækk-
un flugstöðvarinnar. Verkið er hluti af
fjögurra ára flugmálaáætlun sem gerð var
að lögum 1987.
Útgjökl til framkvæmda í flugmálum
1988 urðu 281 m.kr og sýnir tal'la 6.3.1
helstu þeirra.
Þá var unnið að ýmsum smærri verkefn-
um á árinu.
A árinu 1988 unnu Boeing flugvélaverk-
smiðjurnar að smíði nýrra þota fyrir milli-
landaflug Flugleiða og komu þær fyrstu til
landsins 1989.
6.4 Hafnamál
A árinu 1988 var unnið að nýframkvæmd-
um í höfnum sveitarfélaga sem njóta ríkis-
styrks fyrir 555 milljónir og skiptist það á
Tafla 6.3.1 Helstu verkefni íflugmálum 1988
Verkefni Fjáhæö í m.kr.
Reykjavík
Öryggissvæði.tækjageymsla,
slökkvibifreið o.fl. 50,7
Akureyri
Öryggissvæði, slökkvibúnaður o.fl. 35,6
Egilsstaðir
Flugbraut, flugstöð 82,5
Sauðárkrókur
Flugstöð 16,9
Húsavík
Öryggissvæði 13,7
Hornafjörður
Flugbraut 12,7
Vopnafjörður
Flugstöð 10,1
Flugleiðsaga, flugumferð
Fjarskiptakerfi, Ats-skóli o.fl. 18,2
47 staði. Þá var unnið fyrir rúmar 30 milljónir við sjóvarnargarða og ferjubryggjur.
A Akureyri var unnið að byggingu nýrrar fiskihafnar fyrir stærri skip og var um að ræða
skjólgarð úr grjóti og viðlegukant úr stálþili.
1 Reykjavíkurhöfn sem er í eigu borgarinnar var á árinu lögð áhersla á uppbyggingu flutn-
ingahafnarinnar í Sundahöfn sem skiptist í tvö svæði; Kleppsvík og Vatnagarða.
1 Vatnagörðum voru helstu framkvæmdir við Kleppsbakka en þar var viðlegubakki lengdur í
316 m og þannig sköpuð aðstaða l'yrir viðlegu og afgreiðslu tveggja skipa með gámakrananum
Jaka. Þá var byggður skjólgarður frá Komgarði út í Viðeyjarsund til að verja skip gegn
úthafsöldu. Skjólgarðurinn gengur út á yfir 30 m þykk siltlög með verulegu sigi og brothættu
sem krafðist aðgætni í byggingu.
I Kleppsvík hófst undirbúningur á árinu fyrir verulega stækkun athafnasvæðis með gerð
landauka o.fl.
Þá var byggð ný flotbryggja í svonefndri Klettavör sem þjónar vaxandi umferð til Viðeyjar.
7 Fjarskipti og útvarp
7.1 Inngangur
Segja má að allar þær stofnanir og fyrirtæki sem snerta fjarskiptamál birti yfirlitsgreinar um
starfsemi sína 1988 hér í Árbókinni. Samantektin í tækniannálnum verður því nieð allra stysta
móti og er í staðinn vísað í ylirlitsgreinar Pósts og síma, Ríkisútvarpsins og Ratsjárstofnunar.
7.2 Fjarskipti
Fjárfestingar Pósts- og símamálastofnunarinnar hafa á undanförnum árum numið um og yfir
700 m.kr. Þessar tjárfestingar voru á árunum 1986 og 1987 fjármagnaðar að hluta með lán-
tökum en 1988 voru þær eingöngu fjármagnaðar með rekstrarfé og nam fjárfesting á því ári
621 m.kr.
Efniskaup eru 80-90% af heildarkostnaði framkvæmda hjá fjölsíma-, radíókerfinu og í upp-
byggingu sjálfvirkra stöðva. Á jarðsímasviðinu er efnisinnkaup u.þ.b. 40% og á ljósleiðara-
sviðinu um 25% al'heildarverði.