Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 57
Tækniannáll 55
8.3 íslenska járnblendifélagið hf.
8.3.1 Almennar upplýsingar og rekstur
Eigendur fyrirtækisins eru nú þrfr: íslenska ríkið (55%), Elkem a/s (30%) og Sumitomo Corp.
(15%) eftir að Elkem a/s seldi Sumitomo 15% árið 1984.
Árið 1988 var félaginu mjög gott ár. Verð á framleiðslu félagsins (kísiljárni) var hátt og
hækkaði eftir því sem á leið og skilaði verksmiðjan umtalsverðum hagnaði.
Orsök þessa er aukin eftirspurn eftir kísiljárni vegna aukinnar stálnotkunar samfara uppgangi
iðnríkja. Þá hafa margar eldri verksmiðjur verið lagðar niður.
Verksmiðjan á Grundartanga framleiðir kísiljám með kísilryk sem úrgangsefni sem fellur til í
útblæstri ofnanna. Á árinu 1988 urðu til 14.000 tonn af kísilryki. Frá árinu 1979 hefur kísilryki
verið bætt í allt sement sem framleitt er hérlendis, í byrjun sem vörn gegn alkalískemmdum og
keypti Sementsverksmiðja ríkisins 10.500 tonn af ryki á árinu 1988.
8.3.2 Þróunarstarf
Auk hækkandi verðs er ekki síður mikilvægt að tekist hefur að auka framleiðslugetu ofnanna á
Grundartanga og bæta nýtingu þeirra. Þetta tókst með samstilltu átaki allra starfsmanna og
markvissu þróunarstarfi og fékk einn starfsmanna félagsins dr. Jón Hálfdanarson heiðursverð-
laun Verkfræðingafélags íslands fyrir starf á þessu sviði. Þessari auknu framleiðslugetu var
náð á tvo vegu. Annars vegar með því að auka álagið á rafbræðsluofnana og er stefnt að því að
auka álagið úr 30 MW í 40 MW. Á árinu 1989 mun álagið verða komið í 35,7 MW. Annað
þróunarverkefni beindist að betri nýtingu og var mörkuð sú stefna að lækka orkuþörf ofnanna
úr 8,8 í 8,2 MWh/tonn og kísilnýtinguna úr 87 í 93%.
Rannsóknarsamningur milli Jámblendifélagsins og Raunvísindastofnunar H1 hefur einnig
skilað árangri. Settur hefur verið upp búnaður til að auka kælihraða málmsins og auka þannig
styrkleika og fínefnamyndun.
8.4 Sementsverksmiöja ríkisins og Sérsteypan sf.
Árið 1988 var verksmiðjunni hagstætt og skilaði hún tæplega 32 m.kr. arði á árinu. Framleiðsla
sementsofnsins var meiri á árinu 1988 en nokkru sinni fyrr og sementssalan sú mesta frá 1977
þegar virkjanaframkvæmdir stóðu sem hæst. Heildarsementsframleiðslan varð 134.100 tonn
en var 127.200 tonn árið áður.
Hafinn var á árinu undirbúningur að gagngerum breytingum á framleiðslunni og er þar um að
ræða nýjan búnað sem gerir það kleift að stýra kornastærðardreifingu sementsins og skapar
það gjörbreytta möguleika til að stýra eiginleikum og gæðum sementsins. Um leið verður
framleiðslan gerð sjálfvirkari og er verið að reisa nýja stjórnstöð í því skyni.
Framleiddar voru þrjár sementstegundir á árinu og var skipting milli þeirra sem hér segir:
1. portlandsement 92,3%
2. portland-hraðsement 6,6%
3. portland-possolansemfnt (Blöndusement) 1,1%
Þá voru á árinu hafnar tilraunir með sement með rnjög lágum byrjunarhita fyrir massasteyp-
ur. Ástæðan var fyrirspum frá starfshóp um steypumál Ráðhúss Reykjavíkur. Helstu einkenni
slíks sements lægju hérlendis í hárri íblöndun náttúrulegra possolanefna en erlendar lághita-
sementstegundir byggjast flestar á úrgangsefnum frá háofnum („Hochofenzemente, Slag cem-
ent“).
Allt íslenskt sement er nú blandað kísilryki og er 7,5% íblöndun í portlandsement en 10% í
svonefnt Blöndusement en í því er þar að auki 25% fínmalað líparít. Segja má að lslendingar
hafi verið frumkvöðlar að almennri notkun kísilryks í sement en erlendis er það einkum notað
til að ná sérstökum eiginleikum eins og háum styrk, þéttleika gegn klóri o.s.fr.