Árbók VFÍ - 01.01.1989, Side 77
Landsvirkjun 75
af Halldóri Jónatanssyni, forstjóra, fyrir hönd Landsvirkjunar og Roland J. Valdes, forstjóra
Hams Corporation í Bandaríkjunum. Samningsupphæðin er um 5,6 milljónir Bandaríkjadoll-
ara eða um 254 milljónir króna á verðlagi í nóvember 1988.
íslendingar taka þátt í samsetningu og uppsetningu útstöðva og yfirlitstaflna, gerð vatna-
fræðilegra forrita, skjámynda o.fl. Nernur þessi þátttaka íslendinga í verkinu, ásamt þjálfun
íslenskra starfsmanna, samtals um 15% af samningsupphæðinni.
Hinn nýi kerfiráður mun ná yfir allt landið, þ.e. til allra núverandi aflstöðva Landsvirkjunar
sunnanlands og norðan, þar með talin Blönduvirkjun, svo og til allra núverandi aðveitustöðva
Landsvirkjunar víðsvegar um landið. Að auki hefur kerfiráðurinn mikla stækkunarmöguleika.
Kerfiráðurinn er gerður til alhliða stýringar og stjórnunar raforkukerfisins og eru helstu
eiginleikar hans þessir:
- Hann gefur heildarsýn yl'ir allt raforkukerfið.
- Með öflugu kerfi gefur hann möguleika á stjórnun frá fleiri en einu stjórnborði samtímis.
- Gagnasöfnun er umfangsmikil ásamt geymslu og skráningu upplýsinga sem nauðsynlegar
eru til frekari úrvinnslu og stuðla að bættu öryggi og meiri hagkvæmni í rekstri.
- Hefðbundnar dagbókarfærslur og rekstrarskýrslur verða skráðar sjálfvirkt.
- Hægt verður að gera álagsspár og skammtíma rekstraráætlanir sem bæta nýtingu vatnsmiðl-
ana og virkjana, lækka flutningstöp o.fl.
- Sjálfvirkt eftirlit verður með ýmsum rekstrarþáttum, og gerir það vaktmönnum viðvart ef
varhugavert ástand steðjar að.
- Hægt verður að kanna áhrif ýmissa aðgerða áður en þær eru framkvæmdar og korna þannig
í veg fyrir rangar ákvarðanir.
- Hægt verður að meta fyrirfram áhrif hugsanlegra bilana og gera viðeigandi ráðstafanir til að
minnka áhrif þeirra með útreikningum á álagsflæði, stöðugleika, skammhlaupsafli o.ll.
- Trullanaskráning mun auðvelda stillingu liðaverndar og rannsóknir á bilunum.
I samningnum um hinn nýja kerfiráð felast einnig kaup á þjálfunarhermi sem líkir eftir
raforkukerfi Landsvirkjunar og auðveldar mjög rannsóknir, kennslu og þjálfun starfsmanna.
Einnig er innifalin í kaupunum sérstök tölva til bilanaleitar sem auðveldar allt viðhald og má
einnig nota við gerð gagnagrunns og skjámynda.
Gert er ráð fyrir að taka hinn nýja kerfiráð í notkun síðla árs 1989 í nýrri stjórnbyggingu sem
Landsvirkjun reisir nú við Bústaðaveg í Reykjavík. Að undangengnu útboði var samið við Hag-
virki hf. um uppsteypu stjórnstöðvarhússins og hófust framkvæmdir 15. febrúar 1988. Hönn-
uður hússins er Guðmundur Kr. Kristinsson, arkitekt en verkfræðiráðunautur um burðarþol er
Línuhönnun hf., um lagnir og loftræsingu, Fjarhitun hf. og um raflagnir, Tækniþjónustan sf.
Mynd 15 Stjórnstöð Landsvirkjunar við Geitháls sem nýja stöðin tekur við af.