Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 80
78 Árbók VFÍ 1988
Alvarlegast við þessi sandveður er að þau verða gjarnan þegar vegir eru að öðru leyti
greiðfærir og umferð í hámarki. Árið 1979 var sandfok t.d. í viku um mánaðarmótin apríl-maí
og síðan í nokkra daga um sumarið og haustið.
1.4 Uppgræösla
Hefting sandfoks á Mýrdalssandi með uppgræðslu hefur lengi verið til umræðu. Verkefnið
hefur hins vegar þótt stórt og viðamikið, og fjármagn hefur ekki verið fyrir hendi. Einnig valda
aðstæður erfiðleikum, vatnsagi og ágengni búfjár. Gerðar hafa verið tilraunasáningar austan
Blautukvíslar sem hafa gefið sæmilega raun en að vestanverðu þar sem sandfokið er verst er
hins vegar algjörlega gróðurlaus auðn.
Sumarið 1986 gerði Landgræðsla ríkisins sérstaka athugun á möguleikum á uppgræðslu á
sandinum m.t.t. framtíðarvegar. Niðurstaðan var, að erfitt sé að verja gamla vegstæðið fyrir
ágangi sandsins því m.a. sé foksandsvæði austan Hafurseyjar of stórt til að venjulegar aðgerðir
dygðu til að hefta sandinn. Að mati Landgræðslunnar er mun vænlegra að græða upp nýja
vegsvæðið á sunnanverðum sandinum.
1.5 Snjómælingar
Það orð hefur lengi legið á meðal heimamanna í Vestur-Skaftafellssýslu að leið sú sem lá yfir
sandinn og stefndi á Álftaver hafi verið mun snjóléttari, en sú leiðin sem lá í Skaftártungu.
Árið 1975 var ákveðið að hefja mælingar á snjódýpt á Sandinum, enda þótt engar ákvarðanir
hafi þá verið teknar um hvenær hafist yrði handa með vegagerð um Sandinn. Mælingum
þessum var þannig háttað að komið var upp fjórum línum frá norðri til suðurs. Var sú vestasta
u.þ.b. 1,5 km austan við Hjörleifshöfða, en sú austasta til suðurs frá Langaskeri. Nyrstu stik-
urnar voru rétt norðan gamla vegarins.
Þá voru settar stikur í veglínu sem valin var þetta ár og er víðast hvar mjög nærri þeirri
veglínu sem endanlega var valin. Einnig var komið upp stikum milli þessara lína og síðan aftur
u.þ.b. þremur km sunnan við núverandi veglínu. I hverjum punkti var komið fyrir þremur
stikum í hnapp með um 500 m á milli stika.
Við þessar stikur var síðan snjódýptin mæld svo oft sem þurfa þótti og annaðist Böðvar
Jónsson frá Norðurhjáleigu í Álftaveri þessar mælingar.
Við samanburð á þessum mælingum kom í ljós all verulegur munur, hvað snjódýpt er minni
eftir því sem sunnar dregur á sandinn þegar miklir snjóar eru. Mun því nýja veglínan verða
mun snjóléttari en sú gamla.
1.6 Varnargarðar vegna Blautukvíslar
Allt fram yfir 1970 var töluvert vatn í Blautukvísl og voru byggðir rammgerðir grjótvarðir
garðar ofan við brúna til að halda vatninu undir henni.
Uppúr 1970 hvarf þetta vatn vegna breyttra staðhátta upp við jökulinn og kom þá allt
jökulvatnið fram í Skálm. Af loftmyndum sést að hluti þess vatns sem rann undir Blautu-
kvíslarbrúna fór í Dýralæki. Á sl. sumri var byggður um 2.000 m langur garður í þeim tilgangi
að hindra þetta og veita öllu vatninu undir nýju brúna. Þessi garður er hins vegar fremur
veikbyggður og er einungis ætlaður til að hindra að leysingarvatn ofan af sandinum fari í
Dýralæki. Ef hins vegar jökulvatn fer að koma í Blautukvísl að nýju, verður að byggja þarna
mun öflugri garða.
1.7 Nýbygging ákveöin
Alltaf af og til komu upp umræður um lagningu nýs vegar um Mýrdalssand. Voru þá ýmsar
leiðir athugaðar bæði hvað varðaði endurbætur á gamla veginum og lagning nýs vegar. Kom
t.d. til greina að leggja 4,0 m breitt klæðingarslitlag á gamla veginn til bráðabirgða, þar til nýr