Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 83
Vegagerö ríkisins 81
2.3 Lýsing á verkinu
Verkið er fólgið í að byggja 3,8 km veg frá Eyrarbakka (vegamótum Eyrarbakkavegar og
Álfstéttar) að Ölfusárós, 360 m langa brú yfir Ölfusárós og veg frá vesturenda brúarinnar að
Þorlákshafnarvegi sem er 7,7 km að lengd.
Segja má að framkvæmdir hafi hafist 1978 þegar sýslunefnd Árnessýslu veitti 1 m.kr. til
vegaframkvæmda og undirbyggður var 800 m vegarkafli á Eyrarbakkavegi milli Álfstéttar og
Hafnarbrúar fyrir þá peninga. Árið 1983 var byggður 0,6 km kafli ofan Eyrarbakka og 1986
hófust framkvæmdir af krafti. Þá var byggður vegur frá Eyrarbakka að Óseyrarnesi við
Ölfusárós. Vegurinn var byggður samkvæmt vegflokki Cl. Verktaki við vegagerðina var
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða en vinnuflokkur Vegagerðarinnar lagði klæðingu á veginn.
Helstu magntölur voru: Fylling (sandur) 25.000 m3, burðarlag 5.000 m3, klæðing 21.000 m2.
Einnig var ýtt upp efnishaugum í hraunnámu, ofan Eyrarbakka, sem síðar var notað í vinnu-
plön og vegfyllingu í ósinn.
Árið 1987 hófst vega- og brúargerð yfir Ölfusárós. Verkið náði frá vegarenda á Óseyri yfir á
Óseyrartanga. Vegurinn liggur á þessu svæði yfir ósinn og var byggður úr hrauni sem tekið er
ofan og vestan við Eyrarbakka. Brúin er í átta höfum, endahöfin eru 36 m en millihöfin 48 m,
heildarlengd 360 m. Breidd akbrautarinnar er 6,5 m, en heildarbreidd 7,3 m. Brúin er byggð úr
járnbentri steinsteypu, yfirbyggingin er eftirspennt. Stöplarnir standa á hrauni. Verktaki var
S.H. verktakar hf„ en undirverktaki þeirra, sem sá um jarðvinnu, var Sveinbjörn Runólfsson sf.
Helstu magntölur: Fylling (sandur) 14.000 m3, fylling (hraun) 50.000 m3, grjótvörn 19.000
m3, steypa 3.000 m3, mótafletir 7.500 m2, steypustyrktarjám 170 t, spennistál 55 t.
Árið 1987 byggðu S.H. verktakar (undirverktaki: Sveinbjörn Runólfsson sf.) undirbyggingu
vegar á Óseyrartanga. Jafnframt var háspennumastrið á Óseyrartanga grjótvarið. Helstu
magntölur: Fylling (sandur) 49.000 m3, burðarlag (sprengt grjót) 11.000 m3, grjótvörn 500 m3.
Árið 1988 byggði Sveinbjörn Runólfsson sf. undirbyggingu vegar frá Óseyrartanga og að
Þorlákshafnarvegi. Helstu magntölur: Fylling (sandur) 63.000 m3, burðarlag 14.000 m3.
Gunnar og Guðmundur sf. lagði klæðingu á veginn á Óseyrartanga að Þorlákshafnarvegi, alls
48.500 m2.
3 Steingrímsfjarðarheiði
3.1 Forsaga
Saga vegagerðar á Vestljörðum er stutt. Það er fyrst árið 1947 sem telst bílfært yfir Þorska-
fjarðarheiði í Djúp. Árið 1958 er Dynjandisheiði opnuð; þá verður bílfært til ísafjarðar frá
öðrum landshlutum. Það er síðan ekki fyrr en 1975 sem vegurinn um Isafjarðardjúp opnast og
opnast þá hringvegur um Vestfirði. Stysta leiðin á milli Isafjarðar og Reykjavi'kur er þá um
Bröttubrekku, Dali, Þorskafjarðarheiði og Isafjarðardjúp og er svo raunar enn.
Eftir 1970 var unnið af miklum krafti að lögn Djúpvegarins í Skötufirði og Hestfirði. Á
þessum árum var mikil umræða um það manna á meðal hvar ætti að tengja þennan nýja veg,
eða með öðrum orðum Inn-Djúpið, við aðra landshluta, því að gamli vegurinn um Þorska-
fjarðarheiði er niðurgrafinn slóði og lokast í fyrstu snjóum. Fyrst í stað snérist umræðan
einkum um hvort leggja ætti nýjan veg ylir Þorskafjarðarheiði, og þá ef til vill unt Þorgeirsdal
frekar en Tögl, eða Kollafjarðarheiði. Einnig var minnst á Steingrímsfjarðarheiði.
Árið 1975 var að tilhlutan þingmanna Vestfjarðakjördæmis ákveðin fjárveiting til könnunar á
hvernig staðið skyldi að framtíðartengingu Norður- og Vestur-ísafjarðarsýslna við vegakerfi
annarra landshluta. Möguleikarnir voru þeir sem að ofan eru taldir og auk þess vegagerð um