Árbók VFÍ - 01.01.1989, Blaðsíða 85

Árbók VFÍ - 01.01.1989, Blaðsíða 85
Vegagerö ríkisins 83 heiðar í Vestur-ísafjarðarsýslu og Barðastrandarsýslum. I Austur-Barðastrandarsýslu komu raunar ýmsar leiðir til greina, sérstaklega fjarðaþveranir. Skýrsla um þessar athuganir kom út í maí 1976. Mælt var með vegi um Þorgeirsdal en Kollafjarðarheiði talin litlu lakari kostur. Umræðan um þetta mál hélt áfram og var nú rætt meira en áður um Steingrímsfjarðarheiði. A fundum þingmanna Vestfjarðakjördæmis með fulltrúum Vegagerðarinnar var ákveðið að endurskoða fyrri skýrslu með tilliti til aukinna upplýsinga sem safnað hafði verið. Nú var eingöngu fjallað um heiðarvegi upp úr Inn-Djúpinu. I skýrslu sem lögð var fram í mars 1980 er mælt með vegi um Kollafjarðarheiði en vegur um Þorgeirsdal talinn litlu lakari kostur. Þessar skýrslur Vegagerðarinnar fjölluðu einungis um málið frá vegagerðarsjónarmiði, en önnur atriði skipta einnig máli. Endanleg ákvörðun um leiðaval var formlega í höndum Alþingis, en í raun í höndum þingmanna Vestfjarðakjördæmis. Vorið 1980 ákváðu þeir að vegurinn skildi liggja um Steingrímsfjarðarheiði. Nokkru síðar var ákveðið að Djúpmegin skyldi vegurinn liggja um Lágadal frekar en Langadal. Endanlega var þá ákveðið að tengja Inn-Djúp úr botni Steingrímsfjarðar inn Staðardal og um Norðdal upp á Steingrímsfjarðarheiði. Á heiðinni liggur vegurinn norðan Sótavörðuhæðar og síðan um Sóleyjarhvamm, Miðdal og Lágadal og kemur niður undir sjó í Djúpinu í tungunni á milli Langadalsár og Hvannadalsár. 3.2 Undirbúningur Strax eftir að leiðin var ákveðin var hafist handa um undirbúning. Landmælingar Islands tóku loftmyndir og eftir þeim teiknaði verkfræðistofan Hnit hf. kort í mælikvarða 1:5000 með hæðarlínum á tveggja metra bili. Starfsmenn Vegagerðarinnar sáu um allar landmælingar. Eftir þessum kortum var vegurinn grófliannaður á umdæmisskrifstofu Vegagerðarinnar á ísafirði. Þessi kort eru ekki nógu nákvæm fyrir fullnaðarhönnun þannig að ýmis atriði voru ákveðin við skoðun á landinu bæði fyrir og eftir fyrstu útsetningu línunnar. Tvær brýr eru í Staðardal og voru þær teiknaðar á brúadeild Vegagerðarinnar. Hafist var handa við vegagerðina í Staðardal og vegurinn hannaður jafnóðum. Fylgst var með snjóalögum á ákveðnum viðkvæmum stöðum til þess að ákvarða hæð vegar og nánari stað- setningu. Allt eftirlit með framkvæmdum og allar framkvæmdamælingar voru í höndum starfsmanna Vegagerðarinnar í Vesttjarðaumdæmi. 3.3 Aöstæöur og staöhættir Allur vegurinn er í flokki C2, það er 6,5 m breiður og með 6 m breiðu malarslitlagi Steingrímsfjarðarmegin og 3,8 m breiðri klæðingu Djúpmegin. Uppi á heiðinni er hæð vegar- ins víða um 1,5 m til 2,5 m. Mesta hæð vegarins yfir sjó er 439 m. Vegalengdin frá vegamótum Strandavegar í Steingrímsfirði að vegamótum Snætjallastrandarvegar í Djúpi telst vera 37 km. I Staðardal liggur vegurinn víðast á áreyrum Staðarár, þannig að víða var hægt að ýta upp veginum í fulla hæð. Innst í dalnum var áin færð til á um 400 m kafla til þess að vegurinn gæti verið á eyrunum. í Staðardalnum eru tvær brýr, 22 m bitabrú á Aratunguá og steyptur stokkur í Sunndalsá. Stokkurinn er undir 22 m hárri fyllingu og er um 70 m langur en þvermálið er 3 m. Á kaflanum frá Kleppustöðum upp allan Norðdal er mjög erfitt vegagerðarland, mikill hliðarhalli og votlent. Undir „mýrinni" var síðan mjög leirkennt efni. Einu tækin sem varð við komið í upphafi á þessum kafla voru beltagröfur, síðar varð jarðýtum við kornið sums staðar. Öllu efni í burðarlag var ekið neðan úr Staðardal, mest frá Aratunguá. Á kaflanum frá Norðdalsbrún að Þorskafjarðarvegi var hægt að ýta upp öllum fyllingum. í burðarlag var notað rippað efni sem tekið var á tveimur stöðum nærri veginum. Þetta hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268

x

Árbók VFÍ

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók VFÍ
https://timarit.is/publication/898

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.