Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 96
94 Árbók VFÍ 1988
i
Hér er í raun um að ræða
tvö hús, borgarstjórnarhús
og borgarskrifstofur. Einn
sameiginlegur kjallari er
undir báðum húsunum og
er þar bílastæði fyrir 130
bíla, þar af eiga 50 að vera
skammtímastæði fyrir al-
menning. Tenging bíla-
stæðakjallara við gatna-
kerfið er við Tjarnargötu.
Fyrsta hæð (jarðhæð) er
einnig sameiginleg. Hún er
mjög opin og tengist göng-
ubrú yfir að „gömlu Iðnó“. Líkan afRáðhúsi og gömlu Iðnó.
A hæðinni eru móttökusalir, sýningasalir, ferðamannaþjónusta o.fl. I borgarstjómarhúsi er
fundarsalur borgarstjómar með áhorfendabekkjum, fundarherbergi borgarráðs og önnur funda-
herbergi, eldhús, matsalur og öll aðstaða þessu tilheyrandi. I skrifstofuhúsi eru skrifstofur
borgarstjóra, borgarritara, endurskoðunar, bókhalds, starfsmannahalds ásamt skjalasafni.
Rekstur stálþils og jarðvinna hófust í apríl og í ágúst hófst steypuvinna og lauk uppsteypu
kjallaranna fyrri hluta árs 1989. Kostnaður á árinu (248,1 m.kr.) er vegna efniskaupa,
rannsókna, hönnunar og verksamninga um jarðvinnu og uppsteypu.
2 Stofnkostnaöur bíiastæöa
Bílageymslu í Ráðhúsi (100,0 m.kr.) er ætlað að taka 130 bíla. Bílageymsla Vesturgötu 7
(29,5 m.kr.) erfyrir llObfla.
3 Umhverfi og útivist
3.1 Leiksvæöi
Stærsti kostnaðarliðurinn er leiktæki á eldri leikvelli (9,2 m.kr.). Að öðru leyti skiptist kostn-
aður tiltölulega jafnt á ll leiksvæði.
3.2 Ræktunarverkefni o.fl.
Borgargarður í Laugardal (33,3 m.kr.) er langstærsta verk þessa málaflokks. Þar er um að ræða
framkvæmdir við bílastæði, holræsa- og vatnslagnir, ræktun og gróðursetningu. Framkvæmd-
um er ekki lokið.
Frágangur og lagfæringar á Tjarnarbakka (5,6 m.kr.). Lokið var við frágang við Fríkirkjuveg.
Að öðru leyti dreifast framkvæmdir á um það bil 38 staði, víðs vegar um borgina.
4 Gatna- og holræsaframkvæmdir
4.1 Þjóövegir í þéttbýli
Bústaðavegur milli Öskjuhlíðar og Miklatorgs (36,0 m.kr.) ásamt brú yfir Miklubraut (8,8
m.kr.) er langstærsta framkvæmd í þessum flokki. Þessum verkáfanga á að ljúka á árinu 1989.
4.2 Aörar umferöargötur
Suðurlandsbraut, breikkun milli Reykjavegar og Álflieima (38,0 m.kr.)
Tengibraut við Húsahverfi „Folda“ í Grafarvogi (18,9 m.kr.).
J