Árbók VFÍ - 01.01.1989, Síða 97
Reykjavíkurborg 95
4.3 Aöalholræsi
Tvær dælustöðvar voru teknar í notkun á árinu. Dælustöð við Laugalæk (19,9 m.kr.) og dælu-
stöð við Ingólfsstræti (42,1 m.kr.). Við Skúlagötuholræsi og útrásir við dælustöð var unnið
fyrir 73,5 m.kr.
4.5-6 Ný hverfi
Húsahverfi í Grafarvogi (173,9 m.kr.) var gert byggingarhæft á árinu, einnig Aflagrandahverfi
(15,5 m.kr.). Unnið var við iðnaðarhverfi austan við Faxafen (11,9 m.kr.) og í Sogamýri (4,6
m.kr.).
5 Sumarvinna unglinga
Skógræktarfélag Reykjavíkur sá um framkvæmdir eins og undanfarin ár. Alls fengu um 200
unglingar vinnu. Vinnan stóð í rúma tvo mánuði og voru greidd vinnulaun til unglinganna kr.
13,7 m.kr.
6 Vélamiðstöð
Framkvæmdafé Vélamiðstöðvar fer nálega allt (96,0 m.kr.) í að kaupa nýja bíla og vinnuvélar.
7 Rafmagnsveita Reykjavíkur
Til almennra hverfisveituframkvæmda var varið 204,6 m.kr., sem er 90% af framkvæmdafé
Rafmagnsveitunnar. Þær framkvæmdir tengjast að mestu leyti nýbyggingarhverfunum í
sveitarfélögunum á orkuveitusvæði Rafmagnsveitunnar, en þau eru: Húsahverfi, Aflagrandi og
Faxafen í Reykjavík, Langamýri í Garðabæ, Suðurhlíðahverfi og miðbær í Kópavogi, Asa- og
Melahverfi í Mosfellsbæ og Kolbeinsstaðamýri á Seltjarnamesi.
Við aðveitustöð 2 við Meistaravelli var unnið fyrir 21,0 m.kr.
8 Vatnsveita Reykjavíkur
8.1 Nýframkvæmdir
Virkjunarframkvæmdir í Heiðmörk hafa verið miklar undanfarin ár. Virkjun og frágangur
Jaðars- og Myllulækjarsvæðis og Gvendarbrunna er langt komin. Unnið var fyrir 59,0 m.kr og
Nýr bor Jarðborana hf., Ýnúr, vígður í rannsóknarborholu fyrir Vatnsveitu Reykjavíkur í suðvestur
Heiðmörk, haustið 1988.