Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 98
96 Árbók VFÍ 1988
voru helstu verkþættir þessir: Uppbygging háspennukerfis virkjunarsvæða ásamt aukningu
varaafls, frágangur þjónustuhúss, lokið var við girðingu umhverfis Gvendarbrunna og Jaðar-
svæði, áframhald við uppbyggingu fjarmælinga, ýmis jarðvinna og frágangur á virkjunar-
svæðinu og rannsóknarborholur í suðvestur Heiðmörk.
Unnið var við nýjar aðallagnir fyrir 25,0 m.kr. og nýlagnir í dreifikerfi fyrir 41,0 m.kr.
Kostnaður við Breiðhöfða 13 var 25,0 m.kr.. en þar eru aðalbækistöðvar Vatnsveitunnar.
8.2 Endurnýjun á gömlum lögnum
Stofnæðar voru endurnýjaðar fyrir 58,0 m.kr. og munar þar mest um endurnýjun stofnæða í
Suðurlandsbraut.
9 Hitaveita Reykjavíkur
9.2 Nesjavallaveíta
Vegna stærðar þessa verks, þykir rétt að lýsa því sérstaklega.
Nesjavallavirkjun er virkjun á háhitasvæðinu í norðanverðum Hengli. Virkjunin hitar upp
kalt vatn, sem notað er til hitunar á svæði Hitaveitu Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir, að full-
byggð verði afl hennar 400 MW í varma og 60 MW í rafmagni. Nú er verið að byggja 1.
áfanga virkjunarinnar, sem er 100 MW í varma.
Jarðhitasvæðið að Nesjavöllum er hluti af Hengils-háhitasvæðinu, sem er talið meðal orku-
ríkustu jarðhitasvæða landsins. A Nesjavöllum hafa verið boraðar 14 vinnsluholur, þær dýpstu
2.500 metra, og gefa þær nægilegt ail fyrir um 300 MW varmaaflsvirkjun.
Nú er verið að byggja I. áfanga virkjunarinnar og er hann 100 MW í varma. Um 100 kg/sek
af gufu og vatni eru leidd frá 4 borholum að skiljustöð. Þar eru vatn og gufa skilin að. Gufan
fer um rakaskiljur að gufuhitara í orkuveri. Utblástursháfar eru notaðir til að blása burt
Nesjavellir. LeiÖslur að skiljustöö.