Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 104
102 Arbók VFI 1988
Tonn per ir
Arsframleiðsla á Grundartanga á 75% kísiljárni.
Markmið verkefnisins „Hærra álag“ var að ná valdi á þeirri tækni sem þarf til að geta lagt 40
MW á 30 MW rafbræðsluofna án umtalsverðrar fjárfestingar í nýjum tækjakosti. í verkefninu
var framleiðsluferlinu skipt upp í einingar og takmörk hverrar um sig ákvörðuð í samstarfi við
starfsmenn, framleiðendur tækja og ýmsa sérfræðinga. Takmarkandi einingar voru styrktar,
þar sem það var gerlegt án teljandi tilkostnaðar. Til eftirlits með kælikerfum ofnanna var einn-
ig sett upp umfangsmikið tölvukerfi. Alag ofnanna var hækkað í þrepum og fylgst gaumgæfi-
lega með öllum breytingum.
Markmið verkefnisins „Betri nýting“ var að minnka orkuþörf ofnanna úr 8,8 í 8,2 MWh/tonn
og auka kísilnýtingu úr 87% í 93%. Aðaláhersla var lögð á að skoða dreifingarmynstur
hráefnablöndunnar, þegar hún fellur niður um mötunarrör á yfirborð ofnanna, og þróa í sam-
starfi við ofngæslumenn kerfisbundnari og áhrifarfkari skörunaraðferðir, en í ofnana er skarað
með þar til gerðum skörungsbílum. Aðgreining mismunandi grófra hráefna var rannsökuð
bæði í líkani, sem búið var til í þessu skyni og á myndbandi, sem sýndi raunverulegar hreyf-
ingar hráefnanna. Skörunaraðferðir einstakra ofngæslumanna voru athugaðar og þær sem
bestar reyndust gerðar að almennu vinnulagi. Athuganir staðfestu, að aðgreining hráefna hefur
afgerandi áhrif á orku- og efnisnýtingu ofnanna og hægt er að vinna á móti aðgreiningu með
réttri skörunaraðferð.
Settum markmiðum hefur að hluta verið náð. 1 áætlun ársins 1989 er gert ráð fyrir, að orku-
nýting verði 8,2 MWh/tonn og meðalálag á keyrslu 35,7 MW. Heildarframleiðslugeta verk-
smiðjunnar er nú um 30% hærri en hún var talin vera í upphafi rekstrar. Þessi bætti árangur
skilar fyrirtækinu um 250-300 milljónum króna á ári í betri afkomu við núverandi aðstæður.
Vorið 1985 var undirritaður rannsóknasamningur milli Jámblendifélagsins og Raunvísinda-
stofnunar Háskóla Islands. Markmið verkefnisins var að kanna betur ýmsa efniseiginleika
kísiljárns, þ.á.m. áhrif kólnunarhraða málmsins. I Ijós kom að styrkleiki kísiljárns eykst og fín-
efnamyndun við meðferð kísiljárns minnkar ef málmur storknar hratt. Báðir þættir auka gæði
og verðmæti framleiðslunnar. Þessi þekking hefur verið nýtt og við hringekju þar sem málm-
bráðinni er hellt í mót hefur verið komið fyrir vatnsúðurum til að auka kælihraða við storknun