Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 105
Járnblendi 103
Vatnskceling við hringekju.
málmsins. Þetta verkefni, sem þeir dr. Þorsteinn Sigfússon við Háskólann og dr. Jón Hálfdan-
arson forstöðumaður rannsókna á Grundartanga stýrðu, var valið sem önnur af tveimur tilnefn-
ingum Islands til Norrænna tækniverðlauna á Norrænu tækniári 1988.
Ofnamir á Grundartanga eru hvor um sig tengdir við reykhreinsivirki, sem hreinsa allt ryk úr
útblæstri ofnanna. Rekstrartími reykhreinsivirkjanna árið 1988 var eins og endranær mjög
góður eða 99,94% fyrir ofn 1 og 99,90% fyrir ofn 2. A árinu voru framleidd rúm 14.000 tonn af
kísilryki. Af þeim voru 10.500 tonn seld til Sementsverksmiðjunnar. Allt frá upphafi reksturs á
Grundartanga hefur Sementsverksmiðjan tekið kísilryk og blandað í sement. Nú inniheldur allt
venjulegt portlandsement sem selt er á Islandi 7,5% kísilryk. Kísilryk eykur styrkleika sem-
entsins, bætir þjálni og þéttleika steinsteypunnar og dregur mjög úr hættu á alkalívirkni. Til
útlanda er kísilryk selt sem bætiefni í ýmiskonar sérsteypu. Tekjur af sölu á kísilryki standa nú
undir beinum kostnaði af rekstri reykhreinsivirkjanna. Þannig er það úrgangsefni, sem menn
höfðu áhyggjur af á sínum tíma, orðið
að verðmætri iðnaðarvöru.
Framtíðarhorfur verksmiðjunnar á
Grundartanga eru góðar. Ahvílandi lán
verða greidd upp innan fárra ára. Fram-
leiðslukostnaður er lágur miðað við
flesta santkeppnisaðila. Því ætti verk-
smiðjan ekki að þurfa að þola tap, þegar
kísiljárnverð lækkar aftur en hins vegar
að skila talsverðum ágóða á góðum tím-
um. Engin áform eru að svo komnu um
að bæta við bræðsluofnum á Grundar-
tanga, en hins vegar hafa forráðamenn
verksmiðjunnar mikinn áhuga á að
vinna að því, að öðrum arðbærum iðnaði
verði komið upp, sem gæti aukið fjöl-
breytni íslensks atvinnulífs.
Kísilryk, bœtiefni fyrir steinsteypu. Myndin er tekin í
hinni nýju rafeindasmásjá Iðntæknistofnunar og
Háskóla Islands.