Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 112
3-9
Ríkisútvarpið
Fyrsta skóflustungan að nýja Útvarpshúsinu, Efstaleiti 1, Reykjavík, var tekin 19. júlí 1978 af
Vilhjálmi Hjálmarssyni menntamálaráðherra. Forsaga byggingarinnar var mjög löng og má
rekja hana af fundargerðum allt til ársins 1942. í tilefni 40 ára afmælis Ríkisútvarpsins 20.
desember 1970 mælti Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, fyrir lagafrumvarpi, sem síðar
_____________________________ varð að lögum, um stofnun byggingarsjóðs til að koma upp
viðunandi húsnæði fyrir Útvarpið. í febrúar 1971 gaf borg-
arstjórinn í Reykjavík, Geir Hallgrímsson, fyrirheit um þá
lóð sem Útvarpshúsið hefur nú risið á. Lóðarsamningur
þar um var þó ekki undirritaður fyrr en í maí 1978, þegar
fyrir lá að framkvæmdir yrðu heimilaðar.
Á árunum 1973-1977 mótuðust hugmyndir um bygging-
una, sem ætlað var að rúma alla starfsemi Ríkisútvarpsins í
höfuðborginni. Að tillögu Evrópubandalags útvarps- og sjónvarpsstöðva var leitað til íra um
ráðgjöf en þeir voru um þetta leyti að ljúka við útvarpshús sitt í Dyflinni. Veittu þeir mikið lið
í upphafi hönnunarstarfs en síðar var einnig leitað hugmynda og ráðgjafar á Norðurlöndum,
einkum í Noregi.
Það var þó ekki fyrr en á 50 ára afmæli Ríkisútvarpsins, 20. desember, 1980, að stofnuninni
var veitt heimild til að ráðstafa byggingarsjóði sínum til framkvæmda þegar á árinu 1981.
Samkvæmt útvarpslögum renna 10% af heildartekjum stofnunarinnar í framkvæmdasjóð.
Uppsteypu á sökklum, leiðslugöngum og grunnplötu var lokið í júlí 1982. Ingvar Gíslason,
menntamálaráðherra, lagði hornstein að húsinu 5. maí 1983, en uppsteypu hússins lauk þá um
haustið.
ÚtvarpshúsiÖ, Efstaleiti I.