Árbók VFÍ - 01.01.1989, Síða 113
Ríkisútvarpiö 111
Frá vígslu Útvarpshússins 19. júní 1987. Forseti lslands,frú Vigdís Finnbogadóttir, vígir Útvarpshúsið
og útsending Rásar I er hafin frá Efstaleiti I. Markús Orn Antonsson, útvarpsstjóri fylgist með. Við
stjórnborðið situr Pálína Hauksdóttir, hljóðmeistari, seni stjórnaði fyrstu útsendingunni.
Um sumarið 1983 hófst innrétting á hluta 1. hæðar hússins fyrir Rás 2. Því verki var lokið í
október 1983 og Rás 2 hóf starfsemi sína þar 1. desember það ár. Þarna fékkst góð reynsla á
innréttingum sem höfð var til hliðsjónar við seinni innréttingaráfanga. Fyrir Rás 2 voru
innréttuð tvö hljóðver og skrifstofur sem síðar verða hluti af húsnæði Sjónvarpsins, en öll
starfsemi Rásarinnar flyst síðar í aðstöðu ætlaða Utvarpinu. Hver byggingaráfangi rak síðan
annan og var lögð áhersla á að ljúka innréttingu húsnæðis sem nægja myndi Utvarpinu
eingöngu í byrjun svo flutningum af Skúlagötu 4 lyki fyrst, en taka síðan í framhaldi til við það
húsnæði sem ætlað væri Sjónvarpinu. Fyrstu starfsmenn Utvarpsins fluttu af Skúlagötu 4 í
febrúar 1987, en húsið var formlega tekið í notkun 19. júní 1987 þegar forseti Islands, frú
Vigdís Finnbogadóttir, vígði húsið.
Hljóðver Utvarpsins geta flest orðið þrettán í húsinu, ef stjórnherbergi útsendingar og úr-
vinnsluherbergi vegna leikrita eru talin með. I fyrsta áfanga voru l'imm stöðluð hljóðver búin
tækjum. Þetta eru hljóðverin, sem bera munu þungann af flóknustu dagskrárgerð Utvarpsins í
næstu framtíð: fréttir, dægurmál, flóknar upptökur og beinar sendingar (aðrar en tónlist og
leiklist). Leiklistarverið var til bráðabirgða útbúið tækjum úr tónlistarveri Skúlagötunnar, en
þau verða sett upp í tónlistarver Útvarpshússins, þegar ný tæki koma fyrir leiklistarverið.
Tónlistarverið hefur hins vegar ekki enn verið innréttað, eitt hljóðvera Útvarpsins.
Upptökusalir fyrir Sjónvarp verða tveir, aðalsalur um 370 m2 að stærð, og minni salur urn 70 m2
að stærð sem ætlaður er fyrir fréttir og umræðuþætti. Að auki er svo þularklefi um 20 m2 að
stærð, og önnur úrvinnsluaðstaða fyrir mynd og hljóð.
Heildarflatarmál Útvarpshússins, sem að meginhluta er tvær hæðir, er 16.344 m2 og rúmmál
þess 71.286 m3. í vesturenda er húsið 6 hæða og er þar aðallega húsnæði fyrir skrifstofur.