Árbók VFÍ - 01.01.1989, Side 116
3-10
Ratsjárstofnun
I maí 1985 var gengið frá samkomulagi íslenskra og bandarískra stjórnvalda um endurnýjun
ratsjárkerfisins á íslandi. Ratsjárnefnd var skipuð í júní 1985 og fengið það hlutverk að fylgjast
með þessari endurnýjun.
í framhaldi af samkomulaginu sem gert var í maí 1985 var gerður samningur við Banda-
ríkjamenn um rekstur og viðhald ratsjárstöðvanna. Ratsjárstofnun sem hóf starfsemi í maí
1987 er ætlað að annast rekstur og viðhald ratsjárstöðvanna fyrir hönd íslenskra stjórnvalda.
Ratsjárstofnun sinnir hluta af íslenska ratsjárkerfinu, sem á ensku er kallað Iceland Air
Defense System (IADS), og er ekki unnt að fjalla að gagni um stofnunina nema gera um leið
nokkra grein fyrir meginþáttum kerfisins. íslenska ratsjárkerfið skiptist í fjóra meginþætti
samanber skýringarmynd:
-Ratsjárstöðvar ásamt tilheyrandi tæknibúnaði.
-Hugbúnaðarmiðstöð.
-Eftirlits- og stjórnstöð auk varaeftirlitsstöðvar.
-Fjarskiptarásir milli stöðva kerfisins.
Á Bolafjalli við Bolungarvík og á Gunnólfsvíkurfjalli við Bakkafjörð hafa verið byggðar
tvær nýjar ratsjárstöðvar, seni byrjað verður að setja í ratsjár- og fjarskiptabúnað á þessu ári. Á
Miðnesheiði og á Stokksnesi við Höfn í Hornafirði er verið að byggja ratsjárstöðvarhús sem
munu leysa af hólmi stöðvar sem starfræktar hafa verið í um 30 ár.
Ratsjárstofnun yfirtók rekstur ratsjárstöðvanna á Miðnesheiði og Stokksnesi úr hendi banda-
ríska flughersins hinn 1. október 1987. Stofnunin réði bandarískt fyrirtæki, Raytheon Service
Company, sem verktaka til þessa verkefnis. Átján tæknimenn voru ráðnir til stofnunarinnar í
ágúst 1987 og þjálfaðir í rekstri og viðhaldi ratsjár- og fjarskiptabúnaðar. Raytheon annaðist
þessa þjálfun sem fór fram bæði í Bandaríkjunum og á Islandi. Fjórtán tæknimenn luku
þjálfuninni og hinn 1. október 1988, eða réttu ári frá því Ratsjárstofnun yfirtók reksturinn, tóku
íslenskir tæknimenn við rekstri og viðhaldi búnaðar ratsjárstöðvarinnar á Stokksnesi.
I ratsjárstöðinni á Stokksnesi vinna nú 12 tæknimenn á vöktum allan sólarhringinn, alla daga
ársins. Þá eru 5 menn við stjórnunar- og skrifstofustörf. Viðhald á vegi, húsum, veitukerfum,
lögnum og brunaviðvörunarkerfi er í höndum verktaka og vinna alls 5 menn á hans vegum á
Stokksnesi. Þetta síðastnefnda verkefni er sérstakt við rekstur stöðvarinnar í Stokksnesi þar eð
hún hefur m.a. sína eigin vatnsveitu og rafmagnsframleiðslu. Þar er og fjöldi húsa í rekslri á
meðan á byggingu nýs stöðvarhúss stendur. Er hér um tímabundið ástand að ræða.
Tólf tæknimenn voru í þjálfun f ratsjárstöðinni á Miðnesheiði og lauk þeirri þjálfun í mars
1989. Hinn 1. apríl 1989 tóku sérþjálfaðir íslenskir tæknimenn við störfum í ratsjárstöðinni á
Miðnesheiði, þar sem starfsmenn bandaríska verktakans Raytheon, höfðu unnið síðan 1.
október 1987.
Unnið er að smíði ratsjánna fyrir stöðvamar fjórar sem í byggingu eru. Bandaríska fyrirtækið
General Electric framleiðir ratsjárnar, sem eru flugeftirlitsratsjár (FPS-117) og verða tvær
sambyggðar ratsjár í hverri stöð; frumratsjá og svarratsjá. Drægi ratsjánna er allt að 250
sjómílur. Stefnt er að því að nýju ratsjárnar verði teknar í notkun á árinu 1990.
Við tilkomu nýs búnaðar í nýjum húsum þarf að endurþjálfa tæknilið stofnunarinnar. Jafn-