Árbók VFÍ - 01.01.1989, Blaðsíða 120
118 ÁrbókVFÍ 1988
Sjálfvirkar stöðvar
A árinu 1988 voru nýjar stafrænar stöðvar teknar í notkun í Hveragerði og í Reykjavík. I
Hveragerði var sett upp stafræn útstöð frá stafrænni móðurstöð á Hvolsvelli. í Reykjavík voru
settar upp tvær stafrænar móðurstöðvar. Önnur stöðvanna er fyrir símaumferð til og frá
landinu en hin móðurstöðin, staðsett í Landsímahúsinu, þjónar höfuðborgarsvæðinu sem
viðbót við stöðina í Múla. I Reykjavík, nánar tiltekið í Breiðholti, var auk þessa sett upp
stafræn útstöð frá Múla.
Með tilkomu nýrra stafrænna stöðva og með stækkunum á þeim eldri fjölgaði stafrænum
númerum um 6.300. í lok árs 1988 var fjöldi stafrænna númera orðinn um þriðjungur af
heildarfjölda núinera í landinu. Heildarfjöldi símanúmera á landinu öllu er 121.650 og verður
unnið að því á næstu 10 árum að breyta símakerfinu úr hliðrænu í stafrænt kerfi.
Gagnanetiö
I byrjun árs 1986 var gagnanetið tekið í notkun, fyrst aðeins til reynslu. I ársbyrjun 1987 var
það svo tekið í fulla notkun. Nú eru notendur orðnir u.þ.b. 1.100 talsins og þeim tjölgar stöðugt.
Arið 1988 voru fluttar um 188 milljónir gagnasneiða (u.þ.b. tíu milljónir stafa). Tengitími var
um 11.000 sólarhringar.
Ein móðurstöð er nú í Reykjavík. Alls eru sex útstöðvar á landinu, í Stykkishólmi, á ísafirði,
Akureyri, Egilsstöðum, Hvolsvelli og í Keflavík. A döfinni er að bæta við einni stöð í Reykja-
vík.
Gagnanetið tengist öðrum löndum gegnum stöðvar í Danmörku og Bretlandi.
Farsímakerfiö.
Farsímakerfið var formlega tekið í notkun 3. júlí 1986. Þá voru notendur alls um 160. Þremur
mánuðum seinna voru þeir orðnir tíu sinnum fleiri og í febrúar 1989 var tjöldinn kominn í
6.600 notendur.
Fyrsta árið bar mikið á yfirálagi í farsímakerfinu, einkum á Reykjavíkursvæðinu. Astæðan
var fyrst og fremst sú að notendum fjölgaði miklu örar en búist hafði verið við. Sextíu og fjórar
talrásir eru nú í móðurstöðinni á Öskjuhlíð en voru aðeins átta í júlí 1986. Aðrar stöðvar hafa
einnig verið stækkaðar. Stöðvarnar eru fjörutíu og níu talsins með samtals 300 rásum.
Nægilega margar línur eru í dag til flestra stöðva í farsímakerfinu. Tímabundin frávísun,
vegna yfirálags, er þó vandamál, einkum og sér í lagi þegar mikil símaumferð frá fiskveiði-
flotanum beinist að einni eða fleiri stöðvum. Af einstökum hópum notenda eru það sjómenn
sem nota farsímann mest.
Á árinu 1989 verða ýmsar stöðvar stækkaðar m.a. á höfuðborgarsvæðinu. Nýjum stöðvum
verður einnig komið upp. Þær verða væntanlega í Breiðdal, á Dalvík, Langholti (nálægt
Flúðum) og víðar.
Ljósleiöarakerfi
Ljósleiðarastrengir hafa verið lagðir milli Reykjavíkur og Hvolsvallar, Akraness og Borgar-
ness, Egilsstaða og Neskaupstaðar og Blönduóss og Akureyrar. Lagt var milli Sauðárkróks og
Akureyrar sumarið 1988. Ráðgert er að leggja ljósleiðara frá Borgarnesi til Blönduóss á þessu
ári (1989).
Á árinu 1988 voru tekin í notkun Ijósleiðarasambönd frá Reyðarfirði til Neskaupstaðar og frá
Akureyri til Blönduóss. Ljósleiðarastrengir hafa verið lagðir milli símstöðva í Reykjavík, sbr.
mynd á bls. 120.