Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 128
3-13
ISAL
íslenzka álfélagið hf. í Straumsvík var stofnað 1966. Framleiðsla hófst haustið 1969. Fram-
leiðslugeta er 88.000 tonn af áli á ári. Starfsmenn eru 630 til 650. Velta 1988 var 6.950 m.kr.
Forstjóri er dr. Christian Roth.
Hér á eftir verður í stuttu máli gerð grein fyrir nokkrum verkefnum, sem unnið hefur verið að
hjá ISAL að undanförnu og unnið verður að á næstunni. Þau tengjast umhverfismálum, tölvu-
væðingu og gæðamálum. Ennfremur verður fjallað um launaflsþörf ISAL og þétta með og án
PCB.
1 Heildstæð umhverfisstefna
Mótuð hefur verið heildstæð stefna í umhverfismálum hjá
fyrirtækinu og eru sérstakar aðgerðir fyrirhugaðar í tengslum
við hana. Lögð verður áhersla á eftirfarandi:
- Halda allri eyðslu í lágmarki
- Endurvinna úrgangsefni
- Koma ónýtanlegum úrgangi fyrir án spjalla
- Fegra umhverfið.
1.1 Fyrirhugaöar aögerðir
Af helstu aðgerðum, sem fyrirhugaðar eru, má nefna eftirfarandi:
Útblástur:
- Auka eftirlit með útblæstri
- Minnka flúoríð í útblæstri
- 1989: Nýjar þekjur og skammtarar á 40 ker
- 1992: Nýjar þekjur og skammtarar á öll ker
- Fjölga rafmagnsfartækjum á kostnað dísilfartækja
- Nýir bílar með mengunarvarnarbúnaði
- Oheimilt að skilja fartæki eftir í gangi
- Notkun Halons við slökkviæfingar haldið í lágmarki.
Auk þessa hefur notkun Freons við málmhreinsun þegar verið hætt.
Kerbrot: Úrbætur við förgun kerbrota, sem hafa verið urðuð í flæðigryfju um margra ára
skeið, verða eftirfarandi: Stál úr kerum verður selt í brotajárn, tilraunir gerðar til að endurnýta
sem mest af einangrun og kolafóðringu, og ál, sem storknað hefur í kerum, verður endurbrætt.
Sjávarlíf við kerbrotagryfjur verður rannsakað í samstarfi við Háskóla Islands.
1.2 Þéttarog PCB
A síðasta hausti var lokið við að skipta út PCB þéttum hjá fyrirtækinu og nýir hættulausir þétt-
ar teknir í notkun. Aætlun um þetta var gerð 1985 og þá þegar hafist handa um útskiptingu.
2 Tölvukerfi steypuskála og rannsóknarstofu
Undirbúningur fyrir tölvuvæðingu steypuskála og rannsóknarstofu hófst í febrúar 1987. Gerð
var þarfagreining og kröfulýsing, sem notuð var sem grundvöllur fyrir mati á því tölvukerfi
sem þá var í notkun, sem og þeim nýju kerfum sem skoðuð voru.
ISAL