Árbók VFÍ - 01.01.1989, Blaðsíða 129
ISAL 127
2.1 Framleiðslukerfi steypuskála samanstendur af:
1) Meðhöndlun sölupantana 4) Framleiðslubókhaldi
2) Áætlanagerð 5) Skýrslugerð.
3) Gagnasöfnun á framleiðslugólfi
Sá hugbúnaður, sem settur verður upp í tölvukerfi steypuskálans, þarf að ná yfir þessa fimm
meginþætti, jafnframt því að fullnægja flestum þeirra skilyrða, er fram komu í kröfulýsingu.
Tvö tilboð bárust í maí mánuði 1988 í hugbúnað fyrir framleiðslukerfi steypuskála. Annað
frá bandarísku fyrirtæki, sem bauð tilbúið kerfi, sérstaklega lagað að aðstæðum hjá ISAL. Hitt
var frá TölvuMyndum sf., sem bauðst til að hanna nýtt framleiðslukerfi í samvinnu við ISAL.
Eftir skoðun beggja tilboða var ákveðið að taka tilboði TölvuMynda sf. Helsti kostur þess er,
að öllum helstu kröfum slíks kerfis ætti að vera hægt að svara, ef rétt er að staðið. Helsti
gallinn er sá, að kerfið er óreynt og eftir er að sníða af ýmsa vankanta.
Með tilliti til væntanlegs hugbúnaðar hefur eftirtalinn búnaður verið valinn:
- Vélbúnaður sem samanstendur af VAX tölvum og IBM PS/2 tölvum, sem tengdar eru sam-
an með Ethemet og TCP/IP samskiptahætti. IBM PS/2 tölvur og Macintosh tölvur verða
tengdar saman með LAN (Token Ring og Ethernet) með sameiginlegan Advanced Novell
Netware netþjón. Þannig verða PC forrit og jaðartæki samnýtt, svo sem geislaprentarar og
teiknarar. Aðgangur verður síðan í gegnum gátt í netþjóni með TCP/IP samskiptahætti að
VAX tölvum.
- Notaður verður Oracle gagnagrunnur með Oracle SQL, sem byggir á SQL staðlinum.
- Eiginleikar PS/2 tölvunnar verða nýttir fyrir myndræna framsetningu gagna.
- Stýrikerfin verða MS-DOS á PS/2 tölvum, Macintosh stýrikerfi á Macintosh tölvunt og
UNIX (ULTRIX) á VAX tölvum.
2.2 Tölvustýring viö sísteypuvél nr. 1
í júní 1988 var settur upp tölvubúnaður til þess að stýra sísteypuvél nr. 1. Undirbúningur hófst
1986 með því að pantaður var nauðsynlegur búnaður, sem var hannaður og smíðaður í Sviss.
Byggt var á reynslu af búnaði, sem settur hafði verið upp við sísteypuvél nr. 2 vorið 1985, og
var hann gerður af sömu aðilum. Tölvubúnaður þessi stýrir eftirfarandi atriðum og er stýrt út
frá steyptri lengd:
1) Álhæð í aðfærslurennum er haldið stöðugri með því að halla steypuofni eftir því sem
nauðsyn krefur.
2) Álhæð í steypumótum er haldið á ákveðnum gildum með því að stýra flæðistautum.
3) Sighraða mótabotna er stýrt með því að stýra flæði í vökvalögnum steypustrokks.
4) Kælivatni, sem kælir mót og steypubarra, er stýrt með loftstýrðum loka.
5) íblöndun koltvísýrings í kælivatn er stýrt til þess að nákvæmari stýring fáist á kæliáhrif-
unt í byrjun steypu. íblöndun breytir ekki óbeinu kælingunni í gegnum mót, en breytir
beinu kælingunni við snertingu vatns við álið.
6) íblöndun kornsmækkunarþráðar er stýrt með hraðastýringu rafhreyfils.
Að steypu lokinni skrifar tölvan út skýrslu um gang rnála, svo sem: hitastig, álhæð í mótum,
þrýstifall yfir málmsíu, sighraða o.ll.
3 Gæðatryggingakerfi komið á hjá ISAL
Árið 1987 ákvað framkvæmdastjóm ISAL að gera átak í að bæta gæði framleiðsluvara hjá
fyrirtækinu og koma á fót gæðatryggingakerfi (Quality Assurance System). Kertið skyldi vera
byggt á staðlinum ISO 900x. Þegar verkinu lyki yrði kerfið vottað af viðurkenndum, hlut-
lausum aðila, s.s. British Standard eða Lloyds.