Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 130
128 Árbók VFÍ 1988
í upphafi var ákveðið að þrennt þyrfti til að koma þessu kerfi á:
1) Efla samskipti við viðskiptavini til að fá haldgóðar upplýsingar um þarfir þeirra og
frammistöðu ISAL.
2) Skrá niður lýsingu á kerfinu (Gæðahandbók), þar sem m.a. kæmi fram: framleiðsluað-
ferð, eftirlit með hráefni, framleiðslu og endanlegri vöru, skipting ábyrgðar og almennt
hvernig tryggt væri að viðskiptavinurinn fengi þá gæðavöru sem hann óskaði eftir.
3) Þjálfa starfsmenn í þá átt að hugsa ekki eingöngu um magn, heldur samspil magns og
gæða og auka upplýsingastreymi til þeirra um gæðavandamál og frammistöðu þeirra í
þeim efnum.
Fyrir lið 1) var komið á fót nefnd með fulltrúum frá ISAL, Alusuisse í Ziirich og stærsta og
kröfuharðasta viðskiptavininum. Komið var á reglulegu upplýsingastreymi um gæði vörunnar
og útskýrt hvaða afleiðingar hinir ýmsu gallar geta haft á framleiðslu viðskiptavinarins.
Ráðist var í að skrifa Gæðahandbók og gegnir hún tvenns konar hlutverki. Annars vegar er
hún lýsing á gæðatryggingakerfinu hjá ISAL fyrir viðskiptavinina, en hins vegar vinnulýsing
fyrir starfsmenn til að fara eftir.
Haldin voru námskeið fyrir starfsmenn, þar sem lögð var áhersla á gæði vörunnar og útskýrt
fyrir þeim hvaða afleiðingar gallar geta haft.
Ahrifa þessarar vinnu er þegar farið að gæta, m.a. í auknum skilningi starfsmanna á mikil-
vægi gæða, færri kvörtunum frá viðskiptavinum og mun lægra hlutfalli af gallaðri vöru. Við-
skiptavinir hafa einnig komið og tekið hluta kerfisins út, og gefið þeim góða umsögn. Imynd
ISAL hjá viðskiptavinum hefur því batnað verulega og mun væntanlega batna enn frekar.
4 Launafisþörf ISAL - Þéttar með og án PCB
Hér verður fjallað um launaflsnotkun ISAL og PCB (polychlorinated biphenyls), og hvernig
staðið var að því að fjarlægja það af umráðasvæði Islenzka álfélagsins hf.
Oftlega hefur á opinberum vettvangi verið rætt um orkuþörf álframleiðslu á Islandi í tengsl-
um við vangaveltur um eðlilegt orkuverð. Eingöngu er þá átt við raunafl. A árinu 1988 fram-
leiddi ISAL 82.237 t af áli og notaði til þess 1.420.846 MWh. Klukkustundarmeðalafl nam að
hámarki 174,5 MW. Þannig reiknuð varaflnýting 92,7%.
En hvernig var háttað launaflsþörfinni? Launaflsnotkun úr veitukerfi Landsvirkjunar nam
641.341 MVArh á árinu 1988. Meðalfasviksstuðull var því cos (þ = 0,912. Hér er um háan fas-
viksstuðul að ræða miðað við önnur íslensk framleiðslufyrirtæki. Að líkindum mun Lands-
virkjun auka kröfur um fasviksstuðul almenningsveitna frá því, sem verið hefur, og til stór-
fyrirtækja með langtímaorkusamning enn frekar. Þetta er vegna þess, að launaflsframleiðsla í
orkuverum eða aðveitustöðvum er kostnaðarsöm.
Þetta hefur ISAL fengið að reyna. Launaflsnotkun fyrirtækisins er um þessar mundir tæplega
100 MVAr án leiðréttingar, sem jafngildir cos (þ = 0,86.
Vegna ákvæða í orkusamningi þyrfti ISAL að greiða um 1 milljón USD meira á ári með
ofangreindum fasviksstuðli en með cos cþ = 0,9. Miðað við verð á þéttavirki er því mjög
hagkvæmt að setja upp búnað til fasviksleiðréttingar og þess vegna var á árinu 1971 keyptur til
Straumsvíkur slíkur búnaður jafnhliða byggingu kerskála 2.
Nú kynni glöggur lesandi að spyrja, hvers vegna búnaður til fasviksleiðréttingar hafi ekki
verið nauðsynlegur í byrjun, þ.e. þegar árið 1969. Skýringin er sú, að álag kerskála 1, séð frá
220 kV netinu, er lítt spankennt (indúktíft), þ.e. cos (þ > 0,9. Til að jafna straumsveiflur álags-
ins, sem verða vegna breytilegs viðnáms yfir kerin, voru með afriðlabúnaði kerskála 2 keypt
segulferjöld (transdúktorar), sem eru mjög launaflsfrek. Þeir kölluðu sem sagt á þéttavirki.
En málið er ekki svo einfalt, að nóg sé að setja upp þétta. Það þarf einnig spólur framan við