Árbók VFÍ - 01.01.1989, Side 133
3-14
Flugmálastjórn
1 Flugmálaáætlun - uppbygging flugvalla
í ársbyrjun 1988 var fyrst farið að vinna eftir nýrri flugmálaáætlun, sem varð að lögum á árinu
1987 og gerir ráð fyrir 10 ára framkvæmdatíma. Með þessum lögum varð grundvallarbreyting
á fjármögnun framkvæmda Flugmálastjórnar. Áður veitti Alþingi af fjárlögum fjármagni til
flugmálaframkvæmda og þar var því einnig skipt
til hinna ýmsu verkefna.
Með hinum nýju lögum var unnin fjögurra ára
flugmálaáætlun með endurskoðun á tveggja ára
fresti og flugmálastjóm jafnframt markaðir sér-
stakir tekjustofnar sem byggja á flugrekstri og
farþegaflutningum.
Þetta markaði þáttaskil í uppbyggingu flugvalla. Fjármagn til framkvæmda nær fjórfaldaðist.
Á meðfylgjandi töflu má sjá hvemig skipting fjármagns er til einstakra þátta og kemur þar
fram að flugbrautir og stæði, vega langþyngst á fyrstu árunum. Þó er bundið slitlag ekki þar með
en það er áformað á seinni hluta framkvæmdatímans.
Langstærsta verkefnið á fyrstu árunum er uppbygging Egilsstaðaflugvallar, sem áætlað er að
vinna á fjórum árum, en var reyndar hafist handa við síðla árs 1987 og unnið fyrir lánsfé.
Skipting útgjalda á verkefni
Verkefni: (m.kr.) 1988 hlutf. 1989 hlutf. 1990 hlutf. 1991 hlutf.
Flugbrautir og stæði 171 60,8 206 75,7 165 60,7 40 14,7
Byggingar 68 24,2 10 3,7 50 18,4 50 18,4
Fjarskipta- og veðurmóttaka 1 0,4 1 0,4 2 0,7 6 2,2
Slökkvi- og björgunarbúnaður 17 6,0 0 0 0 0 51 18,7
Snjóhreinsibúnaður 0 0 17 6,2 0 0 18 6,6
Aðflugs- og rafmagnsbúnaður 6 2,2 0 0 0 0 28 10,3
Ljósabúnaður 0 0 9 3,3 0 0 0 0
Bundið slitlag 0 0 0 0 0 0 41 15,0
Flugleiðs. og flugumferðarþjón. 18 6,4 16 5,9 11 4,1 11 4,1
Til leiðr. og brýnna verkefna 0 0 13 4,8 44 16,1 27 10,0
Önnur stór verkefni sem í gangi eru á þessum fyrstu árum eru öryggissvæði við flugvellina á
Akureyri og Húsavík, flugstöðvar við flugvellina á Sauðárkróki, Vopnafirði og Norðfirði, og
tækjageymsla á Reykjavíkurflugvelli. Einnig var lögð klæðing á flugbrautina á Hornafirði á
árinu 1988.
Alls er áformað að vinna á 31 áætlunarflugvelli á fyrstu fjórum árunum, auk nokkurra
sjúkraflugvalla, fyrir um 270 ntilljónir ár hvert á verðlagi ársins 1988. Þar innifalin eru einnig
verkefni í flugleiðsögu- og flugvallarþjónustu.