Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 140
3-16
Lindalax hf.
Hér verður lýst í grófum dráttum helstu atriðum er varða uppbyggingu og framtíðarhorfur
strandeldisstöðvar Lindalax hf. við Vatnsleysuvík á Vatnsleysuströnd.
1 Inngangur
Hugmyndin að laxeldisstöð við Vatnsleysuvfk mun fyrst hafa vaknað fyrir um 5-6 árum.
Er tekist hafði samstarf við erlenda aðila um fjármögnun, var hafist handa á árinu 1986 við
rannsóknir, frumhönnun og annan undirbúning, sem stóð yfir fram á mitt ár 1987.
í október 1987 var fyrsta skóflustungan tekin og framkvæmdir við jarðvinnu hófust. í
kjölfarið fylgdu síðan boranir og byggingaframkvæmdir.
Fyrstu seiði komu í stöðina 17. júní 1988. Framkvæmdum lauk nú á vormánuðum 1989.
Fyrsta slátrun á eldislaxi er fyrirhuguð í ágúst - september 1989.
2 Náttúruiegar forsendur
Eftir mjög yfirgripsmiklar rannsóknir og mælingar á mögulegri vatnstöku af því svæði sem
Lindalax hf. hefur til umráða fyrir sína starfsemi (150 ha), sýna niðurstöður þeirra eftirfarandi
varðandi vatnstöku:
a) Ferskt vatn (< 3%o selta)
Mögulegt að virkja í borholum allt að 1.400 1/sek með hitastig 5°C. Þegar hafa verið
boraðar og virkjaðar 6 borholur, hver um sig með afkastagetu um 80 1/sek.
b) Sjór (20 - 30 %c selta)
A um 300 m breiðu belti framan við stöðina meðfram ljöruborði er mögulegt að virkja í
borholum, að lágmarki um 4.000 1/sek af sjó. Gert er ráð fyrir að hitastig muni sveiflast
frá 4,5°C - 7,5°C með meðalhitastig 6,2 - 6,5°C. Þegar hafa verið boraðar og virkjaðar
6 borholur, hver um sig með afkastagetu um 300 1/sek.
c) Heitt vatn
Við Trölladyngju í landi Vatnsleysu um 10 km frá stöðinni er háhitasvæði og nægjan-
legt heitt vatn. Allt að 100 MW eru talin virkjanleg. Áætlanir eru uppi hjá félaginu að
hefjast handa um virkjun á hluta þessarar orku svo fljótt sem kostur er.
Með því að auka hitastigið á eldisvatninu fæst bæði mun hraðari vöxtur á laxinum og
einnig aukið rekstraröryggi.
3 Byggingar
Það eldisrými sem byggt hefur verið í þessum áfanga eru 26.000 m3 og samanstendur af 20
kerjum sem eru 13 m að þvermáli (500 m3) og 8 kerjum sem eru 26 m að þvennáli (2.000 m3).
Eldiskerin eru byggð upp af forsteyptum íslenskum einingum, máluð að innan með epoxy-
málningu.
Reistir hafa verið tveir steinsteyptir vatnsmiðlunartankar hvor um sig um 1.200 m3. í þessum
tönkum eru möguleikar á uppblöndun á sjó og fersku vatni, auk þess sem hægt verður að stýra
hitastigi í hluta af þeim eldisvökva sem fer um miðlunartankana. Allt lagnakerfi á svæðinu er
neðanjarðar og að mestu PEH-plastefni.
Tvö rafstöðvarhús, sem hýsa allan rafbúnað stöðvarinnar, ásamt varaaflsvélum og tvö þjón-