Árbók VFÍ - 01.01.1989, Blaðsíða 144
142 Árbók VFÍ 1988
verkum að pökkunarafköst hafa verið aukin með
nýjum vélbúnaði. Afköst vélasamstæðunnar í
dag eru um 40 stk. 220 g flöskur í öskju á mínútu
en voru áður u.þ.b. 13-15 stk./mín. Aætlað er að
sala á 220 g flöskum nái 1.000.000 stk. á þessu
ári samanborið við u.þ.b. 100.000 - 130.000 stk.
1982. Verið er að koma á s.k. GMP (Good manu-
facturing practice) staðli á pökkunardeild
fyrirtækisins. Þessi staðall gerir kröfur um
yfirþrýsting og lágmarksloftskipti í pökkunarrými
ásamt kröfum um sérstaka meðferð og eftirlit
með hráefnum, umbúðum og fleiru. Með tilkomu
þessa staðals í pökkunardeild munu opnast mark-
aðir í Vestur-Þýskalandi, Frakklandi og víðar,
ásamt því að markaðsstaða okkar verður tryggari
þegar breytingar samfara EB-markaðsbreyting-
unum verða 1992.
4 Þróunarstarf og rannsóknir
Samvinna við dr. Sigmund Guðbjarnason Háskólarektor um framleiðslu á sérstöku lýsisþykkni
með háu innihaldi s.k. omega3 fitusýrum hófst haustið 1985. Þykknið sem er með samtals
30% EPA (EICOSAPENTAENOIC ACID) og DHA (DOCOSAHEXAENOIC ACID) fitu-
sýrum var sett á markað haustið 1986 undir nafninu OMEGA-3 og hefur því verið vel tekið af
neytendum. Rannsókn á aðferð og tækni, til að skilja þessar tvær mikilvægu fitusýrur út úr
þorskalýsi á náttúrulegu formi, hefur verið haldið áfram af Raunvísindastofnun Háskólans,
Lýsi hf. og danska lyfjafyrirtækinu Novo a/s.
OMEGA-3 verður markaðssett í Danmörku og Englandi seinna á árinu 1989. Vegna þessa og
aukinnar eftirspurnar innanlands hefur Lýsi hf. fest kaup á „hávakúmeimara.“ Þetta tæki gefur
okkur möguleika á að geta með eimingu framleitt, ásamt lýsisþykkninu, „squalene“ sem notað
er í snyrtivörur og unnið er úr beinhákarlslýsi, glyseryl etera í heilsuvörur og ýmis önnur efni
sem unnin eru úr fiskiolíum.
5 Framtíöaráform
Stjórn og forráðamenn fyrirtækisins hafa tekið þá ákvörðun að flytja starfsemina í nýtt
verksmiðjuhúsnæði á næstu 2-3 árum. Þessi nýja „athafnamiðstöð“ eins og við köllum hana,
mun hýsa alla starfsemi fyrirtækisins þ.e. alla vinnslu á lifrarlýsi, fiskiolíum og öðrum neyt-
endavörum. Stel'nt er að því, að byggja athafnamiðstöðina á lóð fyrirtækisins við Köllunar-
klettsveg og verður öll grófvinnsla flutt þangað fyrst, en pökkunardeild og skrifstofur fylgja í
kjölfarið. Avinningur við þessa framkvæmd teljum við að verði meðal annars eftirfarandi:
- Verksmiðjan verður reist í skipulögðu iðnaðarhverfi með möguleika á stækkun lóðar ef þörf
verður á í framtíðinni.
- Framleiðsluferill endurskipulagður og sameining vinnslurása gefur betri nýtingu á vélum og
mannafla.
- Oll aðstaða til lokavinnslu og pökkunar á söluvörum fyrirtækisins verður þannig að hún full-
nægir alþjóðlegum stöðlum til lyfjaframleiðslu.
- Sérstök aðstaða verður fyrir gæðaeftirlit og rannsókna- og þróunarstarfsemi hvers konar.
Undirbúningur að byggingu nýrrar athafnamiðstöðvar er hafinn með stofnun byggingar-
nefndar innan fyrirtækisins. Þessi nefnd, sem samanstendur af tæknimönnum Lýsis hf. ásamt