Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 152
4-1
Jón Skúlason
Ráðhús Reykjavíkur
1 Inngangur
Rannsóknir á lausum jarðlögum
og grunnvatni
Snemma árs 1988 hófust framkvæmdir við Ráðhús Reykjavíkur í norðvestur horni Tjarnar-
innar. Húsið er með bílageymslukjallara sem er ein hæð undir hluta af húsinu og tvær hæðir
undir hluta þess. Valið var að þyngja húsið með steypu til að vega á móti uppdrifi. Til að
auðvelda gröft gryfjunnar var ákveðið að gera kjallarann eins og skip að lögun, dýpstan í
miðjunni og grynnkandi til beggja hliða. Dýpsti hluti gryfjunnar var grafinn í hæð -5,5 m en
hliðarpallurinn við Tjömina er í hæð -2,6 m og við Vonarstræti í hæð -0,95 m. Til saman-
burðar er hæð Tjarnargötu um +3,5 m og hæð Vonarstrætis um +3,8 m. Allar hæðartölur eru í
hæðarkerfi Reykjavíkurborgar. Nánari staðsetning, stærð og dýpt gryfju er sýnd á mynd 1.
Fyrstu boranir vegna Ráðhússins voru gerðar í byrjun sept. 1986. Aður höfðu verið gerðar
ýmsar athuganir vegna fyrri hugmynda að Ráðhúsi og síðar í tengslum við lagfæringar á
bökkum Tjarnarinnar. Við athuganirnar 1986 var eingöngu stuðst við niðurstöður borana frá
lagfæringu á bökkum Tjarnarinnar. Dýpt á klöpp var mæld með skotholubor, þar sem traktor
komst að, en úti í Tjörninni var borroborað af fleka.
Gerð lausra jarðlaga var athuguð með sýnatöku í miðjum grunninum og þéttu neti af borro-
borunum (8.1 og 8.2). Samhliða greftri gryfju var síðan athugað á þrem stöðum ástand og gerð
efnanna (8.4).
Jarðboranir hf. boruðu eina 56 metra djúpa kjarnaholu í klöpp í umsjón Orkustofnunar. Um
svipað leyti var boruð önnur kjarnahola vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar Alþingis. Út frá
þessum rannsóknum ásamt almennum upplýsingum um jarðfræði Reykjavíkur gerði Orku-
stofnun skýrslu um jarðfræði svæðisins í desember 1987 (8.9).
Grunnvatn og vatnsþrýstingur var athugaður á undirbúningstíma með Geonor mælum. í
framhaldi af því var verkfræðistofan Vatnaskil fengin til að athuga grunnvatnsástand í mið-
borg Reykjavíkur og skilaði hún skýrslu
um verkið í des. 1987 (8.14). Samhliða
greftri úr gryfju var síðan fylgst vel með
öllum breytingum á vatnsþrýstingi, bæði
inni í gryfju og utan hennar.
Aður en framkvæmdir hófust voru sett
fastmerki í flest hús næst Ráðhúsinu og í
tvö þversnið gatna, annað þvert á Tjarnar-
götu en hitt þvert á Vonarstræti. Einnig
voru á sama tíma teknar myndir af öllum
húsum. Þegar lokið var greftri grylju var
mælt á sigmerkin og niðurstöður bornar
saman við hönnunarforsendur.
Gerðar voru umtalsverðar athuganir á
Jón Skúlason lauk fyrrahlutaprófi í verkfræöi frá
HÍ1964, prófi í byggingarverkfræði frá NTH í
Þrándheimi 1966. Verkfræðingur hjá Vegagerð
ríkisins 1966-67,
í Norges Geotekniske
Institutt 1967-71, hjá
Verkfræðistofu dr.
Gunnars Sigurðssonar
1971-72, hjá Vegagerð
ríkisins 1972-78 og hjá
Almennu verkfræði-
stofunni hf. frá 1978.