Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 154
152 Árbók VFÍ 1988
2 til 3 metra þykkt lag af móhellu, sem er hart siltlag. Undir því niður að klöpp er oftast lekt
lag af möl og sandi. I töflu 1 eru sýndir helstu jarðtæknilegu eiginleikar mismunandi jarðlaga,
sem eru byggðir á fyrri rannsóknum á hliðstæðum efnum, og voru þessir eiginleikar lagðir til
grundvallar við hönnun Ráðhússgrunnsins.
Tafla 1 Eiginleikar lausra jarðlaga.
Botnleðja Möl og sandur Móhella
Rúmþyngd t/m3 1,2 2,1 2,1
m (M=m(Vl0o)) 100-200 300
m (M=mo) 7
rs 100 1000-2000 1000
k cm/sek 104 1-102 104
Viðnámshorn o O O O
Við gröft gryfju voru síðan tekin sýni (S-l, 2 og 3) til að athuga gæði sýna sem voru tekin
með borunum og er niðurstaðan frá borstað S-2 sýnd á mynd 4. Samanburður á gæðum er
sýndur á mynd 5 og sést þar að sýni sem eru tekin með skolborun eru mjög léleg, því óháð
gerð jarðlaga kemur eingöngu upp sandur. Aftur á móti eru hreyfðu pokasýnin nokkuð góð og
gefa í aðalatriðum rétta mynd af jarðlögunum. Niðurstaða okkar er sú að pokasýnin hafi gefið
nægilega rétta mynd af kornastærðum, til að hægt væri að gera sér grein fyrir hvaða efni er í
grunni Ráðhússins.
Þar sem notaðar hafa verið líkingar sem ýmist byggja á D|(| eða DS(1 til að áætla lekt sands og
malarríkra jarðlaga var gerður samanburður á mælingum D|() og D5() fyrir pokasýni við
samsvarandi gildi fyrir örugg sýni (sýni tekin við gröft gryfju), sjá mynd 6. Samanburðurinn
sýnir að bæði gildin fyrir pokasýnin úr sandinum falla allvel að gildum öruggu sýnanna og
skiptir ekki máli hvort gildið er notað. Aftur á móti er meiri nákvæmni á D5(l en D)(l úr
pokasýnum úr mölinni. Við áætlun á lekt jarðlaga fyrir framkvæmdir var aðallega stuðst við
mælingar á DS().
Við gröft gryfju komu í Ijós nokkrir steinar sem voru tugir cm í þvermál. Ekki komu fram
nein merki um grjót við boranir sem voru gerðar fyrir framkvæmdir.
3 Jarðskjálftaathuganir
Við jarðskjálftahönnun er miðað við lárétta klapparhröðun 0,15g. Samverkun jarðvegs og
bílageymslukjallara er metin með reikniforritinu FLUSH. Forritið þarf að mata með efniseig-
inleikum jarðlaga undir og umhverfis kjallarann. Aðal efnisstuðullinn er skerfjaðurstuðull
(shear modulus) Gmax = 1.000 K,max ( Gm )l/2. Skerfjaðurstuðullinn er ákvarðaður með aðferð
Seed og Idriss frá 1970 (8.8) en þar sýna þeir samband á milli K,max og Dr. Eftir að nokkrar
athuganir höfðu verið gerðar sýndi sig að reikningslegt öryggi gegn floti (liquefaction) í
jarðlögunum var nægjanlegt, ef hlutfallsrúmþyngd ( Dr) var jöfn eða hærri en eftirfarandi
gildi.
Dr = 50%
Dr = 75%
d" = 50%
r
Efra malar- og sandlag
Móhella
Neðra malar- og sandlag