Árbók VFÍ - 01.01.1989, Síða 165
Ráöhús Reykjavíkur 163
borið álagið við Vonarstræti en við Tjamargötu varð að setja þilkassa, um 5 metra breiðan, til
að hægt væri að grafa í þessa dýpt án stífinga.
Þilið var rekið á klöpp eins vel og talið var raunhæft. Fylgst var vel með endarekstri þils og
virtist þilið stöðvast mjög snögglega þegar það kom niður á klöpp. Þilið var rekið með
titurhamri, fyrst með tæki frá Björgun en það bilaði fljótt og var þá fenginn ICE-416 hamar.
Fylgst var með rekstri hverrar skúffu og rekdýpt borin saman við áætlaða dýpt á klöpp. Við
reksturinn kom í ljós á nokkrum stöðum, sérstaklega úti í Tjöminni, að skúffur rákust mun
styttra en þær sem voru beggja vegna við þær. Reynt var á þessum stöðum að reka þilið dýpra,
en án árangurs. Virðist líklegast að lásarnir hafi skemmst vegna of grófs efnis t.d. stórra steina
í mölinni eða grjóts. Dýpt á klöpp er sæmilega þekkt meðfram götunum en úti í Tjörninni var
stuðst við Borroboranir sem oft hafa stoppað í grófu efni ofan við klöppina. I aðalatriðum benda
niðurstöðurnar til þess að þilið hafi ekki rekist alstaðar niður á klöpp, trúlega vegna grófs efnis.
Upphaflega var ætlunin að mæla lárétta færslu þils á nokkrum stöðum, en að lokum var valið
að mæla aðeins færslur við þilkassann við Tjamargötu. Mælingar sýndu að þilkassinn færðist
efst um 1 til 2 cm, við að grafið var frá honum. Þetta er verulega minni færsla en áætlað var og
er líklegast að ástæðan sé hærra viðnámshorn í lausa efninu, ásamt betri festu í móhellunni en
gert var ráð fyrir.
5 Vatnafar
5.1 Mæling á vatnsþrýstingi
Áður en framkvæmdir hófust höfðu verið settir niður nokkrir vatnsþrýstingsmælar, flestir af
gerðinni Geonor (8.3). Mælamir voru meðfram Vonarstræti og Tjamargötu. Með þessum
mælum var staðfest að grunnvatn var í hæð +2,0 til +2,l metrar og að vatnsþrýstingur var
nokkurn veginn jafnt vaxandi með aukinni dýpt niður á klöpp (hydrostatiskur). Einnig kom
fram að vatnsstaðan hækkar um 5 til 10 cm á stórstraumsflóði, aðallega vegna þess að sjór
rennur inn á svæðið í gegnum frárennsliskerfið.
Þegar farið var að grafa gryljuna voru settir viðbótarmælar bæði utan og innan við þilið. Á
svæðinu er eins og áður hefur komið fram, efst möl, þá sandur, síðan þétt siltlag (móhella) og
undir því lekt malarlag sem nær niður á klöpp. Frá upphafi var óvíst hvort og þá hvernig tengsl
væru milli efra og neðra malarlagsins í gegnum móhelluna. Settir voru mælar niður í neðra
lagið inni í gryfjunni og mældar breytingar á vatnsþrýstingi samhliða lækkun vatns í gryfjunni.
Fljótlega kom í ljós að vatnsþrýstingur í neðra laginu lækkaði ekki, þó vatnsstaðan lækkaði í
því efra. Til að tryggja að botninn lyftist ekki vegna of mikils þrýstingsmunar var móhellu-
lagið gatað og vatninu tappað af því. Boraðar voru 8 holur og var ntikið rennsli úr þeim fyrstu
dagana, alls um 15-20 1/s. í suðausturhomi gryfjunnar var langmest rennsli, en þar mældist
um 10 1/s. Fljótlega lækkaði vatnsþrýstingurinn í neðra laginu utan þils og dró þá verulega úr
rennsli úr holunum.
Eftir að móhellulagið var gatað hefur verið fylgst með vatnsþrýstingi í mælum bæði inni í
gryfju og utan hennar. Valið er að sýna með myndum hvemig vatnsþrýstingur hefur breytst
við gröft gryfjunnar. Valdir eru úr þeir mælar sem eru í mjög lekum lögum og sýna strax
breytingar sem verða á þrýstingnum. Á mynd 13 eru sýndar niðurstöður mælinga á vatns-
þrýstingi þvert á Vonarstrætið eftir að vatnsstaðan inni í gryfjunni hafði verið lækkuð í - 5,3 m.
Af mælingunum sést að vatnsstaðan í efra malarlaginu er í hæð um + 0,5 metrar og helst
óbreytt marga tugi metra út frá gryfjunni. Á þessum tíma er vatnsstaða Tjarnarinnar óbreytt frá
því sem hún var fyrir framkvæmdir eða um + 2,0 metrar. í neðra malarlaginu hefur vatns-
þrýstingur fallið mikið og er hann við Tjörnina aðeins um einum metra hærri utan þils en
innan. Við Vonarstræti er hann aftur á móti um þremur metrum hærri utan þils en innan. Við