Árbók VFÍ - 01.01.1989, Blaðsíða 167
Ráöhús Reykjavíkur 165
alla mælistaði hækkar þrýstingur þegar menn fjarlægjast gryfjuna, en þó komið sé út að
Kirkjustræti er vatnsþrýstingur í neðra lagi samt rúmum metra neðar en í því efra. Líklegasta
skýringin er að vatn leki undir þilið vegna þess að það nær ekki alveg niður á klöpp og að
klöpp sé sprungin og óþétt. Samkvæmt mælingunum er lekinn mestur undir suður- og austur-
hluta þilsins.
5.2 Dæling
Fyrir framkvæmdir var gert ráð fyrir að heildardæling yrði 50 til 100 1/s. Forsenda þeirrar
áætlunar var að vatnsstaða yrði lækkuð úr +2,0 til +2,1 m í 0,0 utan við þilið. Reiknaðist
dæling um 25 1/s ef lekt malar og sands er 1 til 102 cm/s. Álitið var eðlilegt að gera ráð fyrir
helmingi til fjórum sinnum meiri dælingu vegna óvissu um þéttingu við klöpp og leka í henni.
Á graftartíma var tvisvar mælt nákvæmlega hvað væri dælt miklu af vatni. Við venjulegar
aðstæður og þegar smástreymt er þá mælist grunnvatn utan við þilið vera í hæð um + 0,5 til
+ 1,0 m. Við þessar aðstæður mældist dæling úr grunni 11 til 16 1/s og utan þils 8 1/s, eða alls 19
til 24 1/s. Mælt var síðan á stórstraumsflóði, en þá mældist vatnsstaða utan við þil +0,2 til +0,8
metrar. Við þessar aðstæður var dælt úr grunni 31 1/s og utan þils 19 1/s, eða alls 49 1/s. í heild
er því dæling um helmingi minni en áætlað var, en hafa verður í huga að verktaki heldur
grunnvatni 0,2 til 1,0 metra hærra utan við þilið, en áætlanir gerðu ráð fyrir.
5.3 Ákvöröun á flotkröftum
Áhrif hækkunar sjávar á stöðu grunnvatns við Tjörnina hefur verið metin og líkur á hækkun
vatnsborðs sömuleiðis. Slík hækkun hefur áhrif á tvennt varðandi Ráðhússbygginguna, annars
vegar flotkrafta og hins vegar hæð neðstu glugga. Vegna verulegrar óvissu þótti ekki rétt að
byggja hönnun alfarið á spá um þessa hluti mjög langt fram í tímann. Líklegt er að halda megi
vatnshæð í Tjörninni innan hæfilegra marka (miðað við gluggahæð í Ráðhúsinu) með
einföldum aðgerðum s.s. stillingu á yfirfalli í „Læknum.“
Ákveðin var sú forsenda að vatnsborði Tjarnarinnar yrði haldið innan ákveðinnar hæðar óháð
hugsanlegri hækkun sjávar. Gert er ráð fyrir að mesta hugsanleg hækkun vegna úrkomu sé 25
cm og að alda geti mest orðið um 10 cm. Verkfræðistofan Vatnaskil hefur gert reiknilíkan til
að meta hækkun grunnvatns í miðbæ Reykjavíkur vegna hækkandi sjávarstöðu (8.14).
Athuguðu þeir áhrif frá breytilegri sjávarhæð á hæð grunnvatns við Ráðhúsið ef vatnsborði
Tjarnarinnar er haldið föstu. Megin niðurstaða þeirra er að á næstu 100 árum séu líkur á að
grunnvatnsstaðan við Ráðhúsið hækki um 15 cm, hvort heldur sem landsig verður 40 cm, eins
og sennilegt er talið, eða meira, t.d. 1 metri. Við mat á flotkröftum er gert ráð fyrir að grunn-
vatn hækki um 40 til 50 cm þannig að nokkurt öryggi er við ákvörðun þessara krafta, varðandi
líklegar breytingar sjávarborðs á næstu 100 árum.
Við útreikning á þunga húsa og mótstöðu gagnvart flotkröftum er reiknað með steyptum
húshlutum, en auðvitað er verulegur þungi í öðru efni og innréttingum.
6 Sig húsa og gatna
Til að fylgjast með sigi húsa og gatna var sett upp mikið af sigmerkjum. Verkfræðistofan Hnit
hf. var ráðin til að fínhallamæla hæðarnet til að fylgjast með þessum merkjum. Skipulagning
verksins var unnin í samvinnu við Ragnar Árnason forstöðumann mælingadeildar Reykja-
víkurborgar og Baldur Jóhannesson byggingarstjóra Ráðhússins. Hnit hf. gerði grein fyrir
fyrstu mælingum í janúar 1988 (8.12) og síðar í ágúst 1988 (8.13). Auk þessa gerði byggingar-
eftirlit hússins nokkrar mælingar á sigi gatna samhliða rekstri þils.
Valið er að sýna helstu niðurstöður sigmælinga þvert á Vonarstræti og Tjamargötu. Á mynd
14 og 15 er sýnt mælt sig þegar lokið var greftri gryfju.