Árbók VFÍ - 01.01.1989, Síða 174
4-2
Edvard G. Guönason
Vatnsbúskaparforrit
í nýjum kerfiráð Landsvirkjunar
1 Inngangur
1.1 Forsaga málsins
A árinu 1989 verður tekinn í notkun nýr kerfiráður hjá Landsvirkjun. Þetta mál heí’ur átt sér
nokkuð langan aðdraganda, sem staðið hefur með nokkrum hléum allt frá árinu 1982. Verkið
var boðið út á árinu 1986, og að loknum samanburði tilboða var í ársbyrjun 1987, samið við
bandaríska fyrirtækið HARRIS um verkið. Hefur vinna við kerfið staðið þar yfir nær óslitið
síðan.
1 þessu máli hafa margir komið við sögu. Ráðgjafi Landsvirkjunar í þessu máli er Swed-
Power, sem er sænskt ráðgjafarfyrirtæki í tengslum við Statens Vattenfallsverk. Undirverktak-
ar H ARRIS hafa verið WESTRONICS í Kanada, sem framleiddu útstöðvar fyrir aðveitustöðv-
ar og virkjanir og verkfræðistofan STRENGUR, sem sá að hluta um gerð vatnsbúskaparforrita.
Einnig sá umboðsaðili HARRIS á Islandi, Tölvusalan hf., um samsetningu útstöðva í sam-
starfi við WESTRONICS.
I þessari grein er fjallað um vatnsbúskaparforrit, sem sérstaklega voru gerð fyrir Lands-
virkjun og ætluð til notkunar í kerfiráðnum. Þessi forrit eru sérstaklega ætluð til að gera
rekstraráætlanir fyrir kerfið, viku fram í tímann, og vakta þær.
Að auki eru nokkur önnur viðamikil forrit á kerfiráðnum, sem hafa ekki verið áður notuð hér
á landi í stjómstöðvum fyrir raforkukerfi, Þau eru þó öll í notkun í öðrum stjórnstöðvum. Þar
er fyrst og fremst um að ræða forrit til kerfisathugana og tíðnistýringar.
1.2 Kerfisuppbygging
Stjórntölvurnar sjálfar eru tvær af HARRIS H-800 gerð, með 6 Mb vinnsluminni og hefur hvor
tölva eitt 474 Mb Winchester diskadrif auk segulbandsstöðvar. Þriðja diskadrifið í kerfinu
Edvard G. Guðnason nam rafmagnsverkfræði
við Hl 1973-1976. Próf í raforkuverkfræði frá
Danmarks Tekniske Höjskole 1978. Verkfræð-
---------------- ingur á áætlanadeild
Rafmagnsveitna ríkisins
1979 -1982. Stundakenn-
ari við HÍ1980 -1982.
Verkfræðingur á verk-
fræðideild og síðar tækni-
(f lt —þróunardeild Landsvirkj-
Íht unarfrá 1983. Yfirverk-
Bk" ‘mi fræðingur þar frá 1986.
geymir hermilíkan af raforkukerfinu, sem
nota má við þjálfun vaktmanna. Stýrikerfi
tölvanna er VOS-stýrikerfi frá IIARRIS,
en því hel'ur verið breytt og það aðlagað
þeirri sérhæfðu vinnslu sem hér fer fram.
Tölvurnar eru tengdar saman gegnum
samskiptarás, og auk þess getur hvor tölva
um sig haft samskipti við báða diska og
segulbandsstöðvar.
I kerfiráð af þessari gerð er alltaf önnur
tölvan aðaltölva (prime) en hin varatölva
(backup). Gagnagrunnur er samsti 11 tur, þ.e.
allar upplýsingar er færðar úr gagnagrunni