Árbók VFÍ - 01.01.1989, Blaðsíða 176
174 ÁrbókVFÍ 1988
Öll notendaforrit í kerfiráðnum eru skrifuð á forritunarmálinu FORTRAN 77 og vinna á
aðaltölvunni, nema raforkukerfisforritin (APPS) og skýrslugerðarforritið (RGS), sem skráir
upplýsingar úr raforkukerfinu. Þau vinna venjulega á varatölvunni, nema þegar aðeins ein
tölva er til reiðu.
2 Vatnsbúskaparforrit
2.1 Hlutverk vatnsbúskaparforritanna
Vatnsbúskaparforritin eiga fyrst og fremst, að auðvelda vaktmönnum að áætla rekstur vatns-
aflsstöðvanna og fylgjast með því hvemig gengur að framfylgja þeirri áætlun. Helstu stærðir,
sem þetta snertir eru reiknaðar út frá vatnshæðarmælingum, lokustöðum og framleiðslu ein-
stakra véla.
Skipta má hlutverki þessa forritakerfis í eftirfarandi tvo hluta:
1. Utreikningar á rauntímagildum og vöktun rekstraráætlunar.
A mínútu fresti keyrir forritið HPPM og reiknar út gildi sem síðan eru sýnd á skjám stjórn-
kerfisins, vaktmönnum til upplýsinga. í lok hvers klukkutíma eru þessi gildi lögð saman og
skráð í þar til gerðar skýrslur. Þau gildi sem fylgst er með eru þessi:
- Rennsli gegnum þá hverfla, sem eru í rekstri á hverjum tíma, er reiknað á mínútu fresti út
frá framleiðslu vélarinnar og nettó fallhæð. Einnig er möguleiki að mæla þessa stærð beint,
þar sem mælitæki til þess eru til staðar.
- Fallhæðartöp hvers hverfils, eru reiknuð á mínútu fresti, annað hvort sem fall af framleiðslu
og vergri fallhæð, eða sem fall af rennsli gegnum hverfilinn.
- Framhjárennsli er reiknað á mínútu fresti gegnum hverja virkjunarloku fyrir sig og yfirfall á
stíflu, sem fall af lokuopnun og vatnshæð í lóni.
- Leki úr lóni er reiknaður á mínútu fresti, sem fall af vatnshæð í Ióninu.
- Innihald lónsins er reiknað á klukkustundar fresti sem fall af vatnshæð í lóni.
- Innrennsli milli virkjana, þ.e. það vatn, sem kemur inn í farveginn milli virkjana, er reiknað
á klukkustundar fresti út frá sveiflum í lóninnihaldi og útrennsli úr lóninu á hverri klukku-
stund, að frádregnu útrennsli næstu virkjunar fyrir ofan, með tilheyrandi tímaseinkun.
Fylgst er sérstaklega með þeirri klukkustund, sem er að líða. Þau gildi sem reiknuð eru á mín-
útu fresti eru sérstaklega færð í gagnagrunninn og út frá þeim gildum, sem komin eru er áætlað
hvemig helstu rennslistærðir og lóninnihald kemur til með að verða í lok klukkustundarinnar.
Þetta er síðan borið saman við rekstrarárætlunina fyrir líðandi stund. Þetta auðveldar vakt-
mönnum að fylgjast með því hvernig áætluninni um rekstur virkjananna reiðir af.
Framleiðsla véla í rekstraráætluninni er í megawattstundum á klukkustund (MWh/h) og er
því jafngild meðalafli í MW, sem hver vél þarf að mæta á þeirri klukkustund. Til tíðni-
stýringar er á kerfiráðnum sjálfstýrikerfi (AGC). Þau forrit sjá til þess að halda tíðninni
stöðugri nálægt 50 Hz, og leiðrétta með reglulegu millibili kerfistímann, þ.e. þann tíma sem
rafmagnsklukka tengd kerfinu myndi sýna, miðað við raunverulegan tíma. Ef ekkert er að gert,
fellur tíðnin venjulega undir 50 Hz á háálagstíma en fer síðan yfir 50 Hz við lítið álag. Þessu
valda eiginleikar reglunarbúnaðarins í virkjununum, sem sjá um tíðnistýringu hverrar vélar.
Sjálfstýrikerfið sér til þess að þessi skekkja er leiðrétt, en flestar þjóðir hafa ákveðna staðla yfir
það hve mikil þessi skekkja má vera.
A heila tímanum er keyrsluáætlun hverrar vélar, fyrir næstu klukkustund, send yfir í sjálf-
stýrikerfið, og sú áætlun meðhöndluð á þann hátt að þær vélar sem eru í sjálfstýringu leitast
við að fylgja keyrsluáætluninni, eftir því sem álagið á kerfið leyfir.