Árbók VFÍ - 01.01.1989, Qupperneq 178
176 Árbók VFÍ 1988
- Falltöp eru reiknuð á sama hátt og áður er greint.
- Leki er einnig reiknaður eins og áður.
- Rennsli á yfirfalli er reiknað út frá vatnshæð í lóni.
- Innihald lóna er reiknað út frá innrennslisspá, vatnsrennsli úr næstu virkjun fyrir ofan og
rennsli gegnum hverfla, lokur og á yfirfalli.
Upplausn þessara útreikninga er ein klukkustund. Þegar rekstraráætlun hefur verið reiknuð
að gefnum þeim forsendum, sem við eiga, er hún borin saman við mörk vatnsborðs í lónum og
viðvörun gefin, ef út fyrir þau er farið. Þarf þá að endurskoða rekstraráætlunina. Eins og að
framan greinir er rekstraráætlunin endurreiknuð sjálfvirkt á heila tímanum, en það er
nauðsynlegt til að leiðrétta hana vegna frávika sem verða á nýliðinni klukkustund í innrennsli,
framleiðslu véla og vatnshæð í lónum.
2.2 Helstu forrit í vatnsbúskaparkerfinu
A mynd 2 er sýnt yfirlit yfir helstu forrit í vatnsbúskaparkerfinu og hvernig þau tengjast.
Oll upplýsingamiðlun, samskipti við gagnagrunna og notanda fara fram gegnum samskipta-
forritið HDCR. Sérstakir gagnagrunnar eru fyrir orkustjórnkerfið (EMS-data base) og
raforkukerfisforritin, (APPS-MDB). Einnig er sérstök vinnuskrá fyrir vatnsbúskaparforritin
(HPP-user file), sem inniheldur m.a. rekstraráætlunina fyrir vikuna. Sérstakt forrit, HDBA,
heldur utan um samskiptin milli vinnuskrárinnar, forritsins HDCR og gæsluforritsins HPFO.
Útreikningarnir fara að mestu fram í reikniforritunum HPPM og HPPH. Eins og áður segir
keyrir forritið HPPM á mínútu fresti en HPPH á klukkustundar fresti, eða oftar skv. beiðni
notanda. Forritin tvö kalla á sömu undirforritin, sem fást við útreikninga á öllum smáatriðum f
virkjunum, svo sem rennsli gegnum hverfla, lokur og á yfirfalli. Meginmunurinn er sá að
HPPM-forritið skilar niðurstöðum fyrir líðandi stund, en HPPH-forritið reiknar og heldur utan
um upplýsingar um rekstur kerfisins frá og með næstu klukkustund og sex daga fram í tímann.
Gæsluforritið HPFO er eitt af þeim mikilvægustu í kerfinu. Hlutverk þess, er að tryggja að
upplýsingar færist óbrenglaðar milli tölva, ef vegna bilunar eða villu í hug- eða vélbúnaði,
þarf skyndilega að færa vinnsluna
frá aðaltölvunni yfir á varatölv-
una. HPFO sér einnig um að keyra
forritin HPPH og HPPM reglu-
lega og les inn gildi úr gagna-
grunni yfir í „monitor common“
svæði vatnsbúskaparforritanna.
Samskipti við gæslukerfi M9000
tölvukerfisins (M9000 Failover
Subsystem) fer líka fram í gegn-
um HPFO. Að öðru leyti vísast í
skýringar á helstu skammstöfun-
um, sem fram koma á mynd 2, hér
að framan.
Forritakerfið sjáll't er hannað hjá
HARRIS, með óskir Landsvirkj-
unar í huga. Meginvinnan við
gerð þess hefur hvílt á herðum
eins starfsmanns HARRIS, Rand-
all Fulks, en umsjón með verkinu
INNRENNSLI RENNSLI FRA VIRKJUNUM
Mynd 3 Helstu stœrðir sem vatnsbúskaparforrit áœtla og vakta.