Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 179
Vatnsbúskaparforrit 177
hefur Walter Hobbs haft. Öll undirforrit, sem lúta að útreikningum á rennsli og forritið HPPM
hafa verið unnin af Guðmundi K.G. Kolka hjá verk- og kerfisfræðistofunni Streng. Vinna við
gagnagrunn kerfisins hefur verið unnin hjá Landsvirkjun.
2.3 Aðferðir við útreikninga á flæði gegnum og milli virkjana
Þar sem kerfiráðurinn verður stöðugt hlaðinn verkefnum, var nauðsynlegt að takmarka reikni-
tíma vatnsbúskaparforrita. Því var ljóst að gera yrði tiltölulega einföld líkön af þeim stærðum
sem reikna þurfti út. A mynd 3 er yfirlit yfir helstu stærðir sem vatnsbúskaparforritin reikna út
og vakta. Allir helstu útreikningar fara fram þannig að leitað er í töflum í gagnagrunni
orkustjórnkerfisins, og brúað milli punkta eða framreiknað, eftir því sem við á.
Takmarkið var að halda utan um það vatn, sem rennur á yfirborðinu milli lóna í kerfinu. Þess
vegna var sleppt að reikna með grunnvatnsstreymi, sem er yfirleitt háð flóknu sambandi
stærða. Enda er rennslistími grunnvatns milli lóna oft mun lengri en sá tími, sem rekstrar-
áætlunin tekur til. Grunnvatnsrennsli kemur því inn í líkanið, sem innrennsli milli virkjana.
1. Falltöp
Falltöp eru reiknuð í metrum eða MW, eftir atvikum. Þau eru ýmist reiknuð skv. jöfnu eða út
frá töflu. Sé reiknað útfrá töflu er aðferðin þessi:
dh = f(P,h,-h2)
þar sem:
dh : Falltöp í metrum.
P : Framleiðsla vélar í MW.
h( : Efra vatnsborð inntakslóns í metrum yfir sjó.
h, : Frávatnsborð virkjunar í metrum yfir sjó.
h,-h2 : Verg fallhæð í metrum.
í nokkrum virkjunum eins og Búrfellsvirkjun og Blönduvirkjun eru einstakir hlutar fallgang-
anna sameiginlegir fyrir fleiri en eina vél. Þar þyrfti að nota margvíða töflu ef reikna ætti töpin
út. Þvf var sett upp jafna sem nota má almennt til að setja saman falltöpin frá hverri vél í
hverjum hluta fallganganna og tengja þau rennsli gegnum hvern hverfil.
K. Jlk
dh = Ia (I Q)2
k=l j=l J
þar sem:
dh.
K
J
a
Q
: Falltöp niður að hverfli i.
: Vísir fyrir hverfilinn.
: Mengi vísa fyrir stuðulinn a.
: Mengi vísa fyrir rennslið Q.
: Fasti.
: Rennsli gegnum hverfil.
Sem dæmi má nefna að í Blönduvirkjun er fallpípan sameiginleg fyrir alla þrjá hverflana, þar
til hún greinist í þrennt rétt ofan við þá. Jafnan fyrir hverfil í Blöndu lítur þá þannig út:
dh. = a, Q2. + a2 (Q, + Q2 + Q,)2