Árbók VFÍ - 01.01.1989, Side 181
Vatnsbúskaparforrit 179
2.4 Samskipti notanda og forrits
Upplýsingaflæði milli notanda og forrits fara fram gegnum töflur sem sýna hinar ýmsu stæröir.
Skipta má töflunum í tvo hópa, dagsyfirlit og vikuyfirlit.
Á dagsyfirlitsmynd er tafla með upplýsingum um fleiri en eitt tæki í kerfinu. Þar er t.d.
rennsli um alla hverfla, eða lokur í einni virkjun, komið á framfæri. Hver vikuyfirlitsmynd
sýnir aftur á móti heildaryfirlit einnar stærðar, t.d. heildarrennsli um hverfia eða lóninnihald
yfir vikuna. Vikuyfirlitsmynd sýnir samanteknar stærðir, ýmist fyrir kerfið, árnar, eða virkjanir
og lón.
Helstu yfirlitsmyndir í kerfinu eru eftirfarandi:
Vikuyfirlit.
- Orkuspá vikunnar.
- Samskipti við önnur orkukerfi.
- Áætluð framleiðsla vikunnar.
- Orkujöfnuður vikunnar.
- Reiðuafl vikunnar.
- Innrennsli milli virkjana.
- Áætluð framleiðsla allra virkjana í hverri á.
- Áætluð framleiðsla hverrar virkjunar.
- Heildarframhjárennsli hverrar virkjunar.
- Heildarinnrennsli til hverrar virkjunar.
- Heildarfrárennsli hverrar virkjunar.
- Heildarrennsli gegnum hverfla.
- Heildarrennsli gegnum lokur.
- Heildarleki úr hverju lóni.
- Heildarrennsli á yfirfalli.
- Lónhæð hvers lóns.
- Lóninnihald hvers lóns.
Dagsyfirlit.
- Rennsli gegnum hverfla virkjunar.
- Rennsli gegnum lokur virkjunar og yfir stíflu.
- Orkuframleiðsla kerfisins.
- Rekstur dagsins sem er að líða.
Að auki eru sérhæfðar myndir í kerfinu, þar sem t.d. er fylgst með rekstri hverrar vélar og
loku á þeim klukkutíma, sem er að líða.
3 Gerð rekstraráætlunar
Gerð rekstraráætlunar krefst stöðugra samskipta notanda og forrits, meðan á gerð hennar
stendur, þar sem allar ákvarðanir um rekstur einstakra véla og loka eru teknar af notandanum.
Það verður einnig að hafa í huga að þótt rekstraráætlunin sé gerð fyrir heila viku, verður hún
endurskoðuð a.m.k. daglega, þannig að tilbúin áætlun er í raun ekki notuð án breytinga, nema
fyrir þann dag sem er að líða. Á mynd 4 er sýnt hvemig gerð slíkrar áætlunar fer fram.
Utanaðkomandi forsendur eru fyrst og fremst orkuspá, sem gerð er í sérstöku orkuspárforriti.
Það forrit er einfalt að allri gerð. Getur það m.a. dreift orku innan sólarhringsins eftir fyrirfram
gefnum dreifistuðlum, eða fundið orkudreifingu innan sólarhringsins út frá gefnu hámarksafli.
Innrennslisspá er handgerð í dag, og það sem notað verður fyrst um sinn, er að gera ráð fyrir að
mælt rennsli gærdagsins endurtaki sig, með leiðréttingum vegna hitastigs og úrkomu.
Viðhaldsskrá er haldin yfir allar vélar í kerfinu. I hana er fært hvaða vélar eru og verða til