Árbók VFÍ - 01.01.1989, Síða 185
Brynjólfur Þórsson
og Hafliði Pétur Gíslason
Mælitækni
við grunnrannsóknir hálfleiðara
við Raunvísindastofnun Háskóla íslands
1 Inngangur
Undanfarin tvö ár hefur staðið yfir átak í grunnrannsóknum í eðlisfræði þéttefnis við
Raunvísindastofnun Háskólans. Átakið er samofið tilkomu nýs rannsóknasviðs við Háskólann,
eðlisfræði hálfleiðara og einangrara. Á Raunvísindastofnun voru fyrir rannsóknir á málmum
og málmblendi, og fyrir rúmu ári síðan sameinuðust þessar megingreinar eðlisfræði þéttefnis
undir einu þaki í nýbyggingu Verkfræði- og Raunvísindadeilda, VRIII. Mynda þær þannig
fyrsta kjarna alhliða rannsóknastofu í eðlisfræði þéttefnis og efnisvísindum hér á landi, en
tilraunaeðlisfræðingar við Raunvísindastofnun hafa hingað til einkum fengizt við jarðeðlis-
fræði og verkefni tengd henni. Takmark og tilgangur rannsókna þeirra í eðlisfræði hálfleiðara,
sem greinin fjallar um, eru grunnrannsóknir. Rannsóknaverkefnin eru rekin í samvinnu við
erlenda rannsóknahópa, þar sem við á. Samstarf er bæði æskilegt og óhjákvæmilegt í jafn
fióknum tilraunavísindum og hér um ræðir. Stafar það af einangrun Háskólans frá megin-
straumi vísindanna og því, að tækjakostur
hlýtur ávallt að verða tiltölulega frum-
stæður vegna aðstæðna hérlendis. Þetta
kemur þó ekki í veg fyrir, að nú þegar
hefur verið komið upp tilraunastofu í
greininni með aðstöðu til ýmissa mæl-
inga, sem teljast til nýmælis hér á landi.
Tilraunaaðstaðan mun nýtast hagnýtum
rannsóknaverkefnum jafnhliða grunn-
rannsóknum, og er því við hæfi að lýsa
helztu mæliaðferðum, sem lítt hafa verið
stundaðar áður við Háskólann, á þessum
vettvangi. Auk þess munum við fjalla um
nokkur meginatriði tölvustýringar mæli-
tækjanna og skráningar mæligilda.
2 Eðlisfræði hálfleiðara
Hagnýting hálfleiðandi efna er einkum
fólgin í leiðni- og Ijóseiginleikum þeirra.
Málmar eru ávallt góðir rafleiðarar, en
einangrarar leiða rafstraum illa. Margir
einangrandi kristallar, til að mynda gim-
steinar ýmiss konar, eru hins vegar
Hafliði Pétur Gíslason lauk fyrrahlutaprófi í eðlis-
verkfræði frá Háskóla íslands 1974. Lokapróf í
eðlisverkfræði frá háskólanum í Lundi 1977.
Doktorspróf frá sama
skóla 1982. Dósent við
háskólann í Linköping
1984. Rannsóknarstörf
við háskólana í Lundi
1982-1983, Linköping
1983 - 1984 og 1986 og
Lehigh 1984 -1986.
Prófessor við HÍ frá 1987.
Brynjólfur Þórsson lauk
prófi í rafmagnsverkfræði
frá Háskóla íslands í júní
1988. Síðan verkfræð-
ingur hjá Raunvísinda-
stofnun Háskólans.