Árbók VFÍ - 01.01.1989, Page 189
Hálfleiöarar 187
Mynd 3 Mœliuppselning fyrír Ijósnumda segulhermu. Dökkar örvar tákna Ijós- og örbylgjuörvun,
Ijósar örvar Ijómun í Ijómunarmœlingu eða gegnskin í ísogsmœlingu. Einstök tœki eru sýnd á 6. mynd
þar sem tölvustýringu kerfisins er lýst.
hér er lýst, er að miklum hluta samstæða til hefðbundinna segulhermumælinga af gerðinni
Varian E-9, að viðbættum tækjum til Ijósmælinga. í hefðbundnum segulhermumælingum er
endurkast örbylgna frá örbylgjuholinu mælt í stað ljómunar eða ísogs ljóss. Tölvustýringu ljós-
og segulhemiumælinganna verður nú lýst nánar.
5 Tölvustýring
Frá upphafi var ljóst, að allar mælingar yrðu að vera stýranlegar með tölvu, þar sem mæligögn
eru mikil að vöxtum, og að auki þarf að vera auðvelt að vinna með þau. Akveða þurfti tvennt í
þessu sambandi. Annars vegar hvers konar tölvu og hins vegar hvers kyns samskiptastaðal
nota ætti við stýringarnar. Ákveðið var að nota AT-samhæfða tölvu til stýringar. Ástæður þess
voru meðal annars þær, að slíkar tölvur bjóða upp á mikið magn góðs hugbúnaðar, hafa mörg
laus sæti fyrir spjöld og eru að auki allhraðvirkar. Síðast, en ekki sízt, eru þær algengar. Er því
auðvelt að vinna úr gögnum á annarri tölvu en notuð er við mælingar. Við ákvörðun á
samskiptastaðli kom í Ijós, að um tvo möguleika er að ræða. Annar er RS-232 staðallinn fyrir
raðsamskipti, hinn er IEEE-488 staðallinn fyrir samhliða samskipti. Stýranlegu mælitækin
bjóða flest upp á val milli beggja staðlanna. Helztu eiginleikar samskiptastaðlanna tveggja eru:
RS-232: - Raðsamskipti.
- AT-samhæfðar tölvur hafa hlið fyrir RS-232 samskipti.
- Einfaldur og ódýr vélbúnaður.
- Algengasti samskiptastaðallinn.
IEEE-488: - Samhliða samskipti.
- Hægt er að tengja allt að 15 tæki saman og stýra þeim.
IEEE-488 staðallinn varð fyrir valinu af tveimur ástæðum öðrum fremur. Annars vegar má
stjórna mun flóknari mælingum, þar sem hægt er að tengja fleiri en eitt tæki í einu við tölvuna.
Hins vegar er samskiptahraðinn mun meiri með samhliða samskiptum en með raðsamskiptum.