Árbók VFÍ - 01.01.1989, Qupperneq 190
188 Árbók VFÍ 1988
6 Kynning á IEEE-488 samskiptastaölinum
Staðallinn var gefinn út af IEEE (Institute for Electrical and Electronic Engineers) í apríl 1975.
Hefur hann verið endurskoðaður þrisvar sinnum, 1978, 1980 og nú síðast 1988. Breytingarnar
voru smávægilegar í öll skiptin, og ganga tæki, sem fylgdu staðlinum frá 1975 beint inn í
staðalinn frá 1988. Síðan staðallinn var gefinn út, hefur hann aðallega verið notaður fyrir
mælitæki. Auk þess er nokkuð um, að hann sé notaður í tölvum. Staðallinn gengur undir
ýmsum nöfnum, og má þar nefna: GP-IB, HP-IB, IEEE braut, ASCII braut og PLUS braut.
Staðallinn skilgreinir eftirfarandi atriði:
- Raffræðieiginleika brautarinnar.
- Lýsingu á tengingum milli tækja.
- Vélbúnað og hugbúnað til að breyta gögnum á tölvuformi
yfir á brautarform og öfugt.
- Skipanir og gögn.
Eins og áður var nefnt, er hægt að tengja allt að 15 tæki saman í línu- eða stjörnutengingu.
Tækin eru aðgreind með því að láta hvert tæki hafa ákveðið vistfang, og er það ýmist sett með
rofum eða í hugbúnaði. I staðlinum eru skilgreindir þrenns konar hamir, sem hvert tæki getur
verið í. Þeir eru stjórnhamur, sendihamur og móttökuhamur. Sama tæki getur haft allar mögu-
legar samsetningar af þessum hömum innbyggðar.
Tæki í stjórnham ber ábyrgð á öllu því sem fram fer á brautinni. Akveður það, hvaða tæki eru
móttakarar og hvert tækjanna er sendandi. Aðeins eitt tæki getur verið stjórnandi í einu.
Stjórnandi getur sett annað tæki í stjómham og missir við það völd sín, þar til það verður
stjórnandi á ný.
Tæki í sendiham sendir gögn út á brautina, ef það hefur eitthvað að segja. Aðeins eitt tæki
getur verið í sendiham í einu. Setji stjórnandi annað tæki í stjórnham fer fyrri sendandi sjálf-
krafa úr sendiham.
Tæki í móttökuham les gögn af brautinni ef einhver eru. Mörg tæki geta verið móttakarar á
sama tíma. Hver móttakari gefur sendanda til kynna, hvenær hann hefur tekið á móti bæti því,
sem á brautinni er. Senditækið bíður, þar til öll móttökutæki hafa náð í bætið, áður en næsta
bæti er sent af stað. Það er því hið hægvirkasta af virkum tækjum brautarinnar, sem ræður
hraðanum.
7 Brautarlýsing
IEEE-488 brautin hefur að geyma átta tvístefnuvirkar gagnalínur, þrjár stýrilínur fyrir gagna-
flutning og fimm almennar stýrilínur, eins og sýnt er á 4. mynd. Gagnalínurnar flytja ýmist
skipanir (sjö bita), vistföng eða gögn, en stýrilínurnar ákvarða hvað af þessu er á brautinni.
Stýrilínurnar þrjár fyrir gagnaflutning sjá um flæðisstýringu milli senditækis og móttökutækja.
Þær eru:
DAV: Data valid Þegar Ifna er há, eru gögn á brautinni.
NRFD: Not ready for data Þegar lína er há, hefur móttökutæki tekið við
gögnum.
NDAC: Not data accepeted Þegar lína er há, er móttökutæki tilbúið að taka við
gögnum.